Þetta erum við
Vinna hjá okkur
Á hótelum okkar starfar frábær og fjölbreyttur hópur fólks, með skýr, sameiginleg markmið. Við berum virðingu fyrir gestum okkar og samstarfsmönnum. Þakklæti er leiðarljós okkar í samskiptum.
Samfélagsábyrgð
Við kappkostum að sýna ábyrgð gagnvart samfélaginu og umhverfinu og höfum samfélagsábyrgð að leiðarljósi í okkar daglegu starfsemi.
Hreinlega betri dvöl
Við höfum byrjað að vinna eftir nýjum hreinlætisstöðlum á öllum okkar hótelum, sem byggja á þegar háum stöðlum, þar sem markmiðið er að veita þér hreinlega dvöl og hugarró.
Græn í gegn
Meginaðdráttarafl Íslands er hrein og ósnortin náttúra. Hótel okkar fylgja markvissri umhverfisstefnu og er allur okkar rekstur vottaður vistvænn eftir alþjóðlegum staðli ISO 14001.
Verðugt málefni
Við styrkjum ötult starf Landsbjargar ár hvert, og segjum sögur af fræknum björgunarafrekum þeirra á Icelandair hótelum okkar.
Menningarleg vitund
Hótelin starfa náið með samtímalistamönnum, tónlistarmönnum, hönnuðum og rithöfundum. Það samstarf hefur bæði áhrif á nærumhverfi gesta og starfsfólks og vettvang menningarlegrar samræðu í samfélaginu.
Ownership & Management
Icelandair Hotels is a leading hotel provider in Iceland owned by Berjaya Land Berhad. Icelandair Hotels plays a pivotal role in the development of local infrastructure, through its extensive brand portfolio.