Fara í efni
Heim

Félagið

Leiðandi gæðahótel á Íslandi

Icelandair hótel eru leiðandi í framboði á gæðagistingu á Íslandi og leika lykilhlutverk í uppbyggingu innviða í ferðaþjónustu ásamt systurfélögum sínum. Við þjónum breiðum hópi viðskiptavina og bjóðum fjölbreytt úrval gistimöguleika, veitingahúsa og heilsulinda undir alls sextán vörumerkjum:

Sjö hótelvörumerki
Átta veitingastaðir
Tvær heilsulindir

Skýr sýn

Stefna Icelandair hótela er að veita gestum sanna íslenska upplifun gegnum samheldna fjölskyldu innlendra og erlendra vörumerkja félagsins.

Áræðnar nýjungar og framúrskarandi gestrisni einkenna þjónustu okkar.

Við virðum einstakar náttúruauðlindir Íslands og sýnum þakklæti í verki með grænum áherslum og stuðningi við menningu okkar og samfélag.

Icelandair hótel

 

Reykjavík Konsúlat

Takk

Við erum þakklát gestum okkar, samfélaginu og náttúrunni sjálfri. Við erum þakklát gestum fyrir að velja þjónustu okkar, samfélaginu þökkum við góðar móttökur gesta og fyrir að búa starfi okkar jákvæð skilyrði. Við erum þakklát samstarfsfólkinu fyrir styrk og starf. Við gerum okkur grein fyrir miklivægi þess sem við gerum og stefnum alltaf að því að vera framúrskarandi, því við vitum að eina leiðin til að vekja þakklæti og uppskera sameiginlegan árangur er að fara fram úr væntingum

Frumkrafturinn - Fólkið okkar 

Við leggjum áherslu á að skapa starfsfólkinu skilyrði til að þroskast í starfi og auka færni sína þannig að það verði faglega betur í stakk búið að mæta áskorunum og takast á við breytingar.

 

Fjölbreytt gistiframboð

Keðja Icelandair hótela er á lykilstöðum við hringveginn um Ísland ásamt lífsstilshótelinu Alda Hotel Reykjavík. 

Öll Hilton hótelin eru í Reykjavík:

Canopy Reykjavík | City Centre, Canopy by Hilton
Hilton Reykjavík Nordica, Hilton Hotels & Resorts
Reykjavík Konsúlat hótel, Curio Collection by Hilton

Þrjú sumarhótel eru rekin undir merkjum Hótel Eddu þar sem boðin er gæðagisting á góðu verði. Hótel Edda þjónar bæði innlendu og erlendu ferðafólki.

Alda hótel Reykjavík

 

Geiri Smart Restaurant

Icelandair hótel í tölum

Alls eru 1.471 herbergi á hótelum innan Icelandair Hotels Group um allt land. Í Reykjavík eru þau 875 og 596 utan höfuðborgarinnar, þar af eru 304 á Icelandair hótelum og 292 á Hótel Eddu.

Stærst eru hótelin í Reykjavík. Á Reykjavík Marina eru 147 herbergi, 220 á Reykjavík Natura og 251 á Hilton Reykjavík Nordica. Á Canopy Reykjavík City Centre eru 112 herbergi, Alda Hótel Reykjavík býður 89 gestaherbergi og Reykjavík Konsúlat hótel 50. Nýja Iceland Parliament hótelið mun bjóða upp á 163 herbergir og svítur. Reykjavík Marina Residence státar af sjö svítum. Hin hótelin eru staðsett í smærri bæjum og á þeim eru milli 30 og 100 herbergi. Þau bjóða einhverja bestu gistingu, aðstöðu og þjónustu sem fáanleg er utan Reykjavíkur. Hvar sem hótelin eru staðsett eru þau öll kjörin vettvangur fyrir fundi og ráðstefnur. Tvö hótelanna utan Reykjavíkur eru sjálfstætt rekin samkvæmt samstarfssamningi en önnur eru rekin af Icelandair hótelum.

Eigandi Icelandair hótela er Berjaya Land Berhad. 

 

Úrval veitingastaða

Rómaðir veitingastaðir okkar sækja innblástur í innlendar matreiðsluhefðir.

Fjórir þeirra eru í Reykjavík: VOX Brasserie & Bar, Geiri Smart, Slippbarinn, Satt og Konsúlat Dining Room. Aurora restaurant er á Akureyri, Mylla restaurant við Mývatn og Lyng restaurant á Egilsstöðum.

Heilsulindir

Við rekum tvær heilsulindir: Hilton Reykjavík Spa og Natura Spa. Að auki er Icelandair Hotels hluthafi í Laugarvatni Fontana sem er einstakur baðstaður þar sem gestir geta notið sín í heitum laugum, náttúrulegri gufu, sauna að finnskri fyrirmynd að ógleymdu sjálfu Laugarvatni.

Laugarvatn Fontana