Fara í efni
Heim

Félagið

Leiðandi gæðahótel á Íslandi

Icelandair hótel eru leiðandi í framboði á gæðagistingu á Íslandi og leika lykilhlutverk í uppbyggingu innviða í ferðaþjónustu ásamt systurfélögum sínum. Við þjónum breiðum hópi viðskiptavina og bjóðum fjölbreytt úrval gistimöguleika, veitingahúsa og heilsulinda undir alls sextán vörumerkjum:

Sjö hótelvörumerki
Átta veitingastaðir
Tvær heilsulindir

Skýr sýn

Stefna Icelandair hótela er að veita gestum sanna íslenska upplifun gegnum samheldna fjölskyldu innlendra og erlendra vörumerkja félagsins.

Áræðnar nýjungar og framúrskarandi gestrisni einkenna þjónustu okkar.

Við virðum einstakar náttúruauðlindir Íslands og sýnum þakklæti í verki með grænum áherslum og stuðningi við menningu okkar og samfélag.

Icelandair hótel

 

Reykjavík Konsúlat

Takk

Við erum þakklát gestum okkar, samfélaginu og náttúrunni sjálfri. Við erum þakklát gestum fyrir að velja þjónustu okkar, samfélaginu þökkum við góðar móttökur gesta og fyrir að búa starfi okkar jákvæð skilyrði. Við erum þakklát samstarfsfólkinu fyrir styrk og starf. Við gerum okkur grein fyrir miklivægi þess sem við gerum og stefnum alltaf að því að vera framúrskarandi, því við vitum að eina leiðin til að vekja þakklæti og uppskera sameiginlegan árangur er að fara fram úr væntingum

Frumkrafturinn - Fólkið okkar 

Við leggjum áherslu á að skapa starfsfólkinu skilyrði til að þroskast í starfi og auka færni sína þannig að það verði faglega betur í stakk búið að mæta áskorunum og takast á við breytingar.

 

Fjölbreytt gistiframboð

Keðja Icelandair hótela er á lykilstöðum við hringveginn um Ísland ásamt lífsstilshótelinu Alda Hotel Reykjavík. 

Öll Hilton hótelin eru í Reykjavík:

Canopy Reykjavík | City Centre, Canopy by Hilton
Hilton Reykjavík Nordica, Hilton Hotels & Resorts
Reykjavík Konsúlat hótel, Curio Collection by Hilton

Þrjú sumarhótel eru rekin undir merkjum Hótel Eddu þar sem boðin er gæðagisting á góðu verði. Hótel Edda þjónar bæði innlendu og erlendu ferðafólki.

Alda hótel Reykjavík

 

Geiri Smart Restaurant

Úrval veitingastaða

Rómaðir veitingastaðir okkar sækja innblástur í innlendar matreiðsluhefðir.

Fjórir þeirra eru í Reykjavík: VOX Brasserie & Bar, Geiri Smart, Slippbarinn, Satt og Konsúlat Dining Room. Aurora restaurant er á Akureyri, Mylla restaurant við Mývatn og Lyng restaurant á Egilsstöðum.

Heilsulindir

Við rekum tvær heilsulindir: Hilton Reykjavík Spa og Natura Spa. Að auki er Icelandair Hotels hluthafi í Laugarvatni Fontana sem er einstakur baðstaður þar sem gestir geta notið sín í heitum laugum, náttúrulegri gufu, sauna að finnskri fyrirmynd að ógleymdu sjálfu Laugarvatni.

 

 

Eignarhald og stjórn

Eigandi Icelandair hótela er Berjaya Land Berhad. Gengið var frá viðskiptum við Icelandair í byrjun árs 2021 en fyrri hluti samnings fór í gegn árið 2019. Stjórnarformaður félagsins á Íslandi er Tryggvi Þór Herbertsson. 

Endurmörkun félagsins og nafnbreytingar á móðurfélagi og Icelandair hótel keðjunni verða kynntar seinni hluta árs 2022. 

Icelandair hótel hafa unnið að uppbyggingu ferðaþjónustu á Íslandi með Icelandair Group til fjölda ára.  Á því verður engin breyting og er stefna nýs félags að vera áfram leiðandi í hótelrekstri á Íslandi og um leið nýta sér þær alþjóðlegu tengingar sem Berjaya hefur.

Framkvæmdastjóri Icelandair hótela er Ingólfur Haraldsson en auk hans sitja í framkvæmdastjórn:
Hildur Ómarsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri
Aðalsteinn Þorbergsson, forstöðumaður upplýsingatæknisviðs
Arndís Anna Reynisdóttir, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs
Árný Hilmarsdóttir, forstöðumaður fjármála- og rekstrarsviðs
Björk Baldvinsdóttir, forstöðumaður mannauðssviðs
Tryggvi Guðmundsson, förstöðumaður fasteignasviðs

 

 

Laugarvatn Fontana