Fara í efni
Heim

Takk fyrir þátttökuna!

Við hjá Icelandair hótelum erum full þakklætis fyrir frábærar viðtökur á Takk-leiknum okkar sem fór af stað sl. föstudag á heimasíðu okkar. Skráningar fóru fram úr okkar björtustu vonum en alls skráðu sig 12.000 einstaklingar.

Við höfum nú þegar dregið út nöfn þeirra 100 þátttakenda sem eru svo heppin að fá fría gistingu fyrir tvo og hafa þau fengið sendan tölvupóst með bókunarstaðfestingu.

Við viljum koma sérstöku þakklæti til samstarfsaðila okkar:

Allir sem voru dregnir út með gistingu í Reykjavík fengu Menningarkort Reykjavíkur sem er árskort á söfn Reykjavíkurborgar. Menningarkortið er hagkvæm og spennandi leið til að njóta menningarlífs borgarinnar. Sjá nánar á menningarkort.is.

Þeir sem voru dregnir út með gistingu á Akureyri buðust aðgangur á Listasafnið á Akureyri og einnig á Flugsafn Íslands.

Í Mývatnssveit buðu Jarðböðin vinnings gestum okkar aðgang á meðan dvölinni stóð.

Þeir sem voru dregnir út með gistingu á Egilsstöðum fengu að njóta sín í hlýjunni í VÖK Baths.

Að lokum minnum við á að veitingastaðirnir VOX Brasserie, Geiri Smart, Slippbarinn og Satt í Reykjavík ásamt veitingastöðum okkar á Akureyri, Egilsstöðum og í Mývatnssveit bjóða sérstök Takk tilboð á veitingum í febrúar, sem hér segir:

Geiri Smart býður 2 fyrir 1 af fimm rétta kvöldverðarseðli, sunnudaga til þriðjudaga.

Smelltu hér til að lesa meira og sækja rafrænan tilboðsmiða.

Satt býður 30% afslátt af kvöldverðarhlaðborði, mánudaga til fimmtudaga.

Smelltu hér til að lesa meira og sækja rafrænan tilboðsmiða.

Slippbarinn býður 30% afslátt af heildarreikningi frá 18-22, sunnudaga til þriðjudaga.

Smelltu hér til að lesa meira og sækja rafrænan tilboðsmiða.

Mylla, Mývatnssveit býður 30% afslátt af 3 rétta kvöldverðarseðli kokksins virka daga.

Smelltu hér til að lesa meira og sækja rafrænan tilboðsmiða.

VOX býður Beef Wellington fyrir tvo ásamt eftirrétti á 11.900 kr. (5.950 kr. á mann), alla daga.

Smelltu hér til að lesa meira og sækja rafrænan tilboðsmiða. Athugaðu að panta þarf Wellington með 24 klst. fyrirvara.

Aurora Restaurant, Akureyri, býður 2 fyrir 1 af þriggja rétta kvöldverðarseðli kokksins, sunnudaga til miðvikudaga.

Smelltu hér til að lesa meira og sækja rafrænan tilboðsmiða.
Icelandair hótel Hérað býður 30% afslátt af tveggja rétta kvöldverðarseðli og barseðli, þriðjudaga til laugardaga.

Smelltu hér til að lesa meira og sækja rafrænan tilboðsmiða.Samstarfsaðilar okkar í Takk! eru: