Fara í efni
Heim

Hreinlega betri dvöl

placeholder

Hrein upplifun 

Icelandair hótel hafa ávallt lagt lykiláherslu á fyrsta flokks hreinlæti á öllum okkar hótelum og veitingastöðum. Kórónaveiran er og verður óboðinn gestur í húsakynnum okkar, og til að fyrirbyggja að hún tékki sig inn þá fylgja allir okkar starfsmenn nýjum stöðlum í þrifum og umgengni við gesti. 

Við hreinlega:

 • Tryggjum sótthreinsun á helstu snertiflötum herbergja eftir hverja dvöl. 
 • Leggjum áherslu á lágmarks snertingu við inn- og útritun.
 • Höfum sett upp sótthreinsistöðvar með handspritti og sótthreinsiklútum til taks fyrir gesti og gangandi í alrýmum.
 • Við virðum 2 metra reglu þar sem því er viðkomið eða notum andlitsgrímur.
 • Fjöldatakmörkun 100 manns í sameiginlegum rýmum, börn undanskilin.
 • Bjóðum hreina og beina veitingaþjónustu.
 •  Erum með virkt gæðaeftirlit og fyrirmyndar þjálfun allra starfsmanna á nýjum verkferlum.

 

Þú þrífst vel hjá okkur 

Gestaherbergin fá hreinlega einstaklega mikla athygli frá okkur. Við hverja dvöl eru eftirfarandi snertifletir djúphreinsaðir á öllum okkar herbergjum.

 • Lampar, ljós, rofar og fjarstýringar
 • Handföng og húnar á hurðum, skápum og skúffum
 • Öll hreinlætistæki, sápuhaldarar og hárblásarar
 • Símar og fjarstýringar
 • Allt lín – lök, koddar og sængurver
 • Borð og stólar
 • Straujárn, ísskápar og öryggishólf

 

Við erum öll almannavarnir í sumar og bendum gestum góðfúslega á að kynna sér samfélagssáttmála Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Embættis landlæknis.

placeholder