Fara í efni
Heim

Ferðagjöfin - upplýsingar

 

1. október 2021

Kæru viðskiptavinir sem ávöxtuðu Ferðagjöfina sína hjá okkur á síðustu dögum.

Við þökkum innilega fyrir viðskiptin. Eins og kom fram í símtölum við ykkur þá verða
gjafabréfin send til ykkar 4. til 8. október á þau tölvupóstföng sem voru uppgefin. 
Við hlökkum til að taka á móti ykkur á öllum okkar hótelum, veitingastöðum og heilsulindum. 

 

Icelandair hótel eru þátttakendur í Ísland - Komdu með hvatningarátaki Ferðamálastofu.

Nú rennur Ferðagjöfin út þann 30. september nk.
Ávaxtaðu ferðagjöfina hjá Icelandair hótelum og framlengdu gildistíma hennar um 4 ár!

Ef þú innleysir 5000 kr. Ferðagjöf hjá Icelandair hótelum í skiptum fyrir inneignarbréf, færðu 1000 kr. mótframlag frá Icelandair hótelum.
Þá
átt þú 6.000 kr. inneign hjá Icelandair hótelum sem þú getur notað sem greiðslu upp í gistingu, veitingar eða aðra þjónustu hjá Icelandair hótelum í  allt að fjögur ár.

Til þess að kaupa inneignarbréfið þarftu að skrá þig hér að neðan með nafni og helstu upplýsingum.
Þjónustufulltrúi hringir í þig þegar röðin er komin að þér. Lokað fyrir nýjar skráningar.

 

 

 

Þá þarft þú að gefa upp Ferðagjafanúmerið úr Ferðagjafar-appinu.

*Icelandair hótel áskilja sér rétt á því að loka fyrir nýjar skráningar fyrirvaralaust sé útlit fyrir að ekki sé hægt að afgreiða inneignarbréfin í tæka tíð.

 

Spurt & svarað:

Í stuttu máli, hvernig virkar þetta?
Þú skráir þig með því að smella hér fyrir ofan og fylla út helstu upplýsingar. Lokað fyrir nýjar skráningar.
Þjónustufulltrúi hringir svo í þig um leið og röðin er komin að þér.
Þá gefur þú upp Ferðagjafanúmerið þitt.
Þegar búið er að staðfesta greiðsluna færðu sendan tölvupóst með 6.000 kr. gjafabréfi frá Icelandair hótelum.

Hvað geri ég við gjafabréfið?
Þú prentar út gjafabréfið og hefur það meðferðis næst þegar þú vilt nýta það.
Einnig er hægt að bóka gistingu með gjafabréfi hér á vefnum og notað gjafabréfakóðann upp í greiðslu.

Hvað gildir gjafabréfið lengi?
Það gildir í 4 ár frá útgáfudegi.

Hvar gildir gjafabréfið?
Gjafabréfið gildir upp í vörur og þjónustu á hótelum, veitingastöðum og heilsulindum er reknar eru af Icelandair hótelum (Flugleiðahótel ehf).

Ég hef þegar notað hluta af ferðagjöfinni, get ég enn nýtt það í skiptum við 6.000 kr. inneign?
Til að fá 1.000 kr. mótframlagið er aðeins tekið á móti ónotuðum ferðagjöfum að upphæð 5.000 kr.
Öllum er þó velkomið að kaupa önnur gjafabréf sem við erum með í sölu og láta Ferðagjöfina ganga upp í þau.

Ég er með fleiri en eina Ferðagjöf, get ég nýtt þær allar?
Fyrir hverja 5.000 kr. Ferðagjöf færðu 6.000 kr. inneignarbréf.
Það er velkomið að kaupa fleiri en eitt.

Ég er ekki viss hvar ég finn Ferðagjafakóðann minn.
Til að sækja kóðann þarftu að sækja appið eða finna kóðann á þinni síðu á Ísland.is
Nánari upplýsingar um Ferðagjöfina eru hér.

Hvenær er síðasti séns til að fá inneignarbréfið?
Allar ferðagjafir verða óvirkar fimmtudaginn 30. september 2021.
Við hvetjum fólk til að vera snemma á ferðinni svo þjónustufulltrúar okkar nái að afgreiða kaupin í tæka tið.
Athugið: Icelandair hótel áskilja sér rétt á því að loka fyrir nýjar skráningar fyrirvaralaust sé útlit fyrir að ekki sé hægt að afgreiða inneignarbréfin í tæka tíð. 

Lokað hefur verið fyrir skráningu í nýtingu ferðagjafar hjá Icelandair hótelum!