Fara í efni
Heim

Opnanir 2020

Maí, 2020

Við horfum fram á bjartari tíma. Frá 25. maí er allt að 200 manns heimilt að koma saman og stefnt er að því að eigi síðar en 15. júní verði ferðatakmarkanir rýmkaðar til muna. 

Hilton Reykjavík Nordica er og verður opið.

Icelandair hótel hafa opnað eftirfarandi hótel: 
Icelandair hótel Akureyri
Icelandair hótel Hérað
Icelandair hótel Mývatn opnar 1. júní 
Icelandair hótel Flúðir opnar 30. maí
Icelandair hótel Hamar er opið föstudaga og laugardaga í maí, sem og 31. maí.
Í júní verður opið frá 4. júní and undanskildum eftirfarandi dögum; 8., 10., 17., og 21. júní.

Hótel Edda Höfn er opin til  1. október 2020
Hótel Edda Akureyri opnar 8. júní til 15. ágúst 2020
Hótel Edda Egilsstðair opnar 4. júní til 15. ágúst 2020

Icelandair hótel Reykjavík Natura, Reykjavík Marina, Canopy Reykjavík City Centre, Reykjavík Konsúlat hótel and Alda Hotel Reykjavík verða áfram tímabundið lokuð. En við vísum viðskiptavinum okkar í Reykjavík á Hilton Reykjavík Nordica og VOX Brasserie. 

27. apríl 2020

Viðbrögð okkar við þróun nýrrar kórónaveiru, Covid-19

Nú sem áður er öryggi gesta og starfsmanna okkar ávallt í forgangi. Við erum að gera allt það sem í okkar valdi stendur til að tryggja það í þessum fordæmalausum aðstæðum í tengslum við þróun kóronaveirunnar, COVID-19.

Til að tryggja enn frekar öryggi starfsfólks okkar, gesta og samfélagsins þá höfum við lokað tímabundið eftirfarandi hótelum:

 • Icelandair hótel Reykjavík Natura
 • Icelandair hótel Reykjavík Marina
 • Icelandair hótel Akureyri - Opnar 15. maí.
 • Icelandair hótel Mývatn - Opnar 1. júní
 • Icelandair hótel Flúðir  - Opnar 1. júní
 • Icelandair hótel Hamar - Opnar 4. maí. Í maí verður opið laugardaga og sunnudag. Það verður opið alla daga frá 4. júní nk.  

Hótelið okkar á Egilsstöðum, Icelandair Hótel Hérað er opið.
Við höfum einnig lokað nokkrum af Hilton-eignunum okkar, Canopy Reykjavík og Reykjavík Konsúlat Hotel en Hilton Reykjavík Nordica er enn opið fyrir alla gesti.
Um leið og það er öruggt að opna hótelin aftur, þá látum við ykkur að sjálfsögðu vita af því.

Við erum stolt af því að viðhalda háum stöðlum um hreinlæti. Til að bregðast við kóronaveirunni höfum við gripið til viðbótarráðstafana sem hafa verið þróaðar í samráði við Landlæknisembættið og alþjóðleg heilbrigðisyfirvöld (þar á meðal WHO og CDC).

Hvað erum við að gera:

 • Starfsmenn eru vel upplýstir um stöðu mála og breytingar á fyrirkomulagi er varða hreinlæti.
 • Við höfum aukið tíðni þrifa í almenningsrýmum með sótthreinsiefnum. Þar með talið gestamóttöku, lyftum, hurðarhúnum, almenningssalernum o.fl.
 • Við munum halda áfram að aðlaga matar-og drykkjarþjónustu í samræmi við gildandi ráðleggingar um matvælaöryggi.
 • Við höfum bætt við stöðvum með handspritti.

Það sem við hvetjum gesti til að gera:

 • Þvo hendur oft og nota pappírsþurrkur.
 • Forðast að snerta augu, nef og munn.
 • Forðast að vera nálægt veiku fólki.
 • Vera heima ef þú ert veik/ur.
 • Hósta eða hnerra í krepptan olnboga eða pappír og henda svo pappírnum strax.
 • Heilsa frekar með brosi en handabandi eða faðmlagi.

NÁNARI UPPLÝSINGAR