Fara í efni
Heim

Covid-19 viðbrögð og opnanir 2021

11. febrúar 2022

Grímuskylda er hjá starfsmönnum og gestum hótelanna, veitingastaða og heilsulinda þar sem 1. metra fjarlægðarmörkum er ekki komið við. 

Veitingastaðir
Það er skylda fyrir bæði starfsmenn okkar og gesti að bera grímur inni á veitingastöðum í rekstri Icelandair hótela. Þetta á við um alla gesti í veitingarými nema á meðan setið er til borðs. Viljum við með þessum hætti gera okkar ítrasta til að koma í veg fyrir kórónaveiru-smit í okkar húsakynnum. Gestum er velkomið að mæta með eigin grímur eða þiggja einnota grímur við komu á veitingastað. Vinsamlega berið spritt á hendur fyrir og eftir snertingu á sameiginlegum flötum og áhöldum.

Veitingastaðir loka fyrir afgreiðslu veitinga á miðnætti og verða gestir að hafa yfirgefið staðinn fyrir kl 01.00. 

Hér má svo sjá nánari útlistingar á þeim takmörkunum sem eru í gildi á Íslandi í dag. 

Lesa nánar

 

Öryggi gesta og starfsmanna okkar er áfram sem áður  ávallt í forgangi. Við munum halda áfram til  að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja það í tengslum við þróun heimsfaraldursins, COVID-19.

Nú sem áður:

  • Eru starfsmenn eru vel upplýstir um stöðu mála og breytingar á fyrirkomulagi á landamærum.
  • Eru almenningsrými þrifin reglulega með sótthreinsiefnum. Þar með talið gestamóttaka, lyftur, hurðarhúnar, almenningssalerni o.fl.
  • Aðlögum við  matar-og drykkjarþjónustu í samræmi við gildandi ráðleggingar um matvælaöryggi.
  • Er handspritt aðgengilegt fyrir alla.

Það sem við hvetjum gesti til að gera:

  • Þvo hendur oft og nota pappírsþurrkur.
  • Forðast að snerta augu, nef og munn.
  • Forðast að vera nálægt veiku fólki.
  • Vera heima ef þú ert veik/ur.
  • Hósta eða hnerra í krepptan olnboga eða pappír og henda svo pappírnum strax.
  • Heilsa frekar með brosi en handabandi eða faðmlagi.

Förum varlega og virðum tilmæli heilbrigðisyfirvalda.

Icelandair hótel hafa ávallt lagt lykiláherslu á fyrsta flokks hreinlæti á öllum okkar hótelum og veitingastöðum. Kórónaveiran er og verður óboðinn gestur í húsakynnum okkar, og til að fyrirbyggja að hún tékki sig inn þá fylgja allir okkar starfsmenn ströngum stöðlum í þrifum og umgengni við gesti.

Sjá nánar