Covid-19 viðbrögð og opnanir 2021
24. febrúar 2021
Eftirfarandi hótel eru opin:
- Hilton Reykjavík Nordica er opið alla daga.
- Icelandair hótel Reykjavík Natura.
- Icelandair hótel Akureyri er opið alla daga.
- Icelandair hótel Hérað er með opið mánudaga frá hádegi til föstudaga til hádegis.
- Icelandair hótel Hamar er með opið föstudaga og laugardaga.
Icelandair hótel Reykjavík Marina og Reykjavík Konsúlat hótel, Canopy Reykjavík | City Centre, Alda hótel Reykjavík, Icelandair hótel Flúðir og Icelandair hótel Mývatn eru lokuð tímabundið.
Öryggi gesta og starfsmanna okkar er ávallt í forgangi. Við erum að gera allt það sem í okkar valdi stendur til að tryggja það í þessum fordæmalausum aðstæðum í tengslum við þróun kóronaveirunnar, COVID-19.
Fram til 17. mars gildir eftirfarandi þegar kemur að fjöldatakmörkun. Takmörkun á fjölda einstaklinga sem koma saman miðast við 50 fullorðna í hverju rými eða svokölluðu sóttvarnarhólfi. Í starfsemi okkar á þetta einkum við veitingasali okkar og alrými. Eins minnum við á mikilvægi 2-metra reglunar og grímuskyldu þar sem henni er ekki við komið. Sérstaklega skal tekið fram að allir fæddir fyrir 2005 þurfa að fylgja þessum tilmælum um fjöldatakmörkun, 2-metra regluna og grímuskyldu.
Nú sem áður:
- Eru starfsmenn eru vel upplýstir um stöðu mála og breytingar á fyrirkomulagi er varða takmarkanir.
- Eru almenningsrými þrifin reglulega með sótthreinsiefnum. Þar með talið gestamóttaka, lyftur, hurðarhúnar, almenningssalerni o.fl.
- Aðlögum við matar-og drykkjarþjónustu í samræmi við gildandi ráðleggingar um matvælaöryggi.
- Er handspritt aðgengilegt fyrir alla.
Það sem við hvetjum gesti til að gera:
- Þvo hendur oft og nota pappírsþurrkur.
- Forðast að snerta augu, nef og munn.
- Forðast að vera nálægt veiku fólki.
- Vera heima ef þú ert veik/ur.
- Hósta eða hnerra í krepptan olnboga eða pappír og henda svo pappírnum strax.
- Heilsa frekar með brosi en handabandi eða faðmlagi.
Förum varlega og virðum tilmæli heilbrigðisyfirvalda.
Frá 1 október 2020 er skylda fyrir bæði starfsmenn okkar og gesti að bera grímur inni á veitingastöðum í rekstri Icelandair Hótela. Þetta á við um gesti í morgunverðar- og hádegisverðar/bröns-hlaðborði, en ekki um þá gesti er setjast beint við borð og panta af matseðli. Með þessum hætti erum við að gera okkar ítrasta til að koma í veg fyrir kórónaveirusmit í okkar húsakynnum. Gestum er velkomið að mæta með eigin grímur eða þiggja einnota grímur við komu á veitingastað.
Okkur er mikið í mun að gera sem flestum kleift að njóta áfram okkar frábæru veitinga í eins öruggu umhverfi og gerlegt er miðað við aðstæður.
Bjóðum við alla gesti, fyrir utan veiruna sjálfa, hjartanlega velkomna.
Icelandair hótel hafa ávallt lagt lykiláherslu á fyrsta flokks hreinlæti á öllum okkar hótelum og veitingastöðum. Kórónaveiran er og verður óboðinn gestur í húsakynnum okkar, og til að fyrirbyggja að hún tékki sig inn þá fylgja allir okkar starfsmenn ströngum stöðlum í þrifum og umgengni við gesti.