Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Umhverfisstefna

Inngangur

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins árið 2017

Icelandair hótel var valið umhverfisfyrirtæki ársins 2017. Í rökstuðningi dómnefndar kom fram að Icelandair hótel hefðu innleitt umhverfisstjórnkerfi og sett sér metnaðarfull markmið á sviði umhverfismála og gert sjálfbærni að markmiði í rekstri fyrirtækisins. Það hefur náð verulegum árangri í að auka nýtingu auðlinda og draga úr sóun. Sem dæmi má nefna að stærsta starfsstöð fyrirtækisins hefur náð árlegum rafmagnssparnaði og kaldavatnssparnaði sem jafngildir meðalársnotkun rúmlega 100 heimila, og árlegum heitavatnssparnaði sem jafngildir meðalársnotkun 260 heimila. Þá hefur verið dregið úr magni úrgangs um 6 tonn á ári á þessari sömu starfsstöð þrátt fyrir að umsvif starfseminnar hafi vaxið gríðarlega. Áhrif fyrirtækisins eru mun víðtækari þar sem starfsstöðvarnar eru mun fleiri.

Þá taldi dómnefnd einnig til fyrirmyndar hvernig fyrirtækið upplýsir og virkjar viðskiptavini í að taka þátt í að framfylgja umhverfisstefnu fyrirtækisins. Með því að deila þeirri vegferð sem fyrirtækið er á í sjálfbærnimálum með viðskiptavinum sínum og upplýsa þá um hvernig þeir geti tekið þátt í að fylgja umhverfisstefnunni, hvort sem það er með orkusparnaði, endurvinnslu, innkaupum eða umhverfisvænum samgöngum verða áhrifin af fyrirtækjarekstrinum enn víðtækari og til hvatningar fyrir aðra.

 

Árangur í umhverfismálum

Öll félög Icelandair Group hafa hlotið alþjóðlega umhverfisvottun. Icelandair hótels hefur verið brautryðjandi í þessari miklu umbótavinnu og náðu ISO 14001 alþjóðlegri umhverfisvottun á öll hótelin árið 2015, sem er vottuð af þriðja aðila, BSI.

Megin aðdráttarafl Íslands er hrein og ósnortin náttúra. Icelandair Group hefur það að markmiði að vera leiðandi í umhverfismálum og Icelandair hótel hafa verið í fararbroddi á innlendum markaði og eru einu hótelin á Íslandi með þessa alþjóðlegu vottun sem meðal annars tryggir gagnsæi gagnvart viðskiptavinum.

Icelandair hótel Reykjavík Natura fékk ISO 14001 vottun í júní árið 2012, fyrst hótela á Íslandi, hlaut umhverfisverðlaun Ferðamálastofu árið 2014 og hefur til dæmis náð þeim frábæra árangri að minnka rafmagn á gistinótt um 21% á 5 árum. 

Umhverfisstefna Icelandair hótela á PDF

 

 

Markmið

Markmið

Markmið Icelandair hótela í umhverfismálum

Icelandair hótelin leggja áherslu á að vinna stöðugt að umbótum í umhverfismálum án þess að það komi niður á þjónustunni við gestina.

Markmið í umhverfismálum:

  • Fara vel með auðlindir, draga úr úrgangi og auka endurvinnslu.
  • Velja vörur og þjónustu með tilliti til umhverfisins.
  • Leggja áherslu á að nota íslenskt hráefni og aðföng.
  • Fylgja lögum og reglugerðum er varða umhverfismál og ganga lengra þar sem það á við.
  • Upplýsa gesti um umhverfisstefnu hótelsins og hvernig þeir geti tekið þátt í að fylgja henni.
  • Fræða starfsfólk og þjónustuaðila fyrirtækisins um umhverfismál og hvetja til aukins árangurs á þessu sviði.

Hvernig

Hvernig

Hvernig fara Icelandair hótel að því að lágmarka umhverfisáhrif?

Við vöktum mánaðarlega notkun á rafmagni, vatni og flokkun á sorpi. Við förum vel með rafmagn, t.d. með því að stilla hitastig og slökkva ljós. Við förum sparlega með heita og kalda vatnið, t.d. með því að stilla hita og hvetja gesti okkar til að nota handklæðin sín oftar en einu sinni.

Allur úrgangur er flokkaður eins og hægt er frá eldhúsum, herbergjum og skrifstofum. Spilliefnum er fargað hjá viðeigandi þjónustuaðilum. Notkun hreinsiefna er stillt í hóf og umhverfismerkt efni notuð eins og hægt er. Leitast er við að nota umhverfismerktan pappír og velja umhverfismerktar prentsmiðjur.

Leitast er við að takmarka akstur og flug og haft í huga að kaupa innlendar vörur frekar en erlendar, stunda magnkaup til sparnaðar á umbúðum, fara vel með hráefni og nota lífrænt ef kostur gefst.

ISO

USI 14001

Hvað er ISO 14001?

ISO 14001 er gæðaumhverfisstjórnunarkerfi sem við notum. Staðallinn er gefinn út af Alþjóðlegu staðlasamtökunum ISO (International Organization for Standardization). Aðaltilgangur staðalsins er að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum.

Verðlaun

Umhverfisverðlaun

Umhverfisverðlaun

Icelandair hótel Reykjavík Natura hlaut Umhverfisverðlaun Ferðamálaráðs árið 2014 og hefur getið sér gott orð í ferðamannaiðnaðinum fyrir gott starf í þágu umhverfisverndunar. Hér má lesa meira um umhverfisstefnu Reykjavík Natura og verðlaunin. 

Flugleiðahótel ehf.

Nauthólsvegur 52
101 Reykjavík
Kennitala:  621297-6949

Tel.: +354 444 4000

info(hjá)icehotels.is

Fáðu meira