Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Leiðandi keðja

Leiðandi gæðahótel á Íslandi

Icelandair hótel reka leiðandi gæðahótel á Íslandi. Við þjónustum ferðalanga og viðskiptafólk og bjóðum upp á fjölbreytta gistimöguleika sem henta við hvert tilefni. Icelandair hótel keðjan samanstendur af átta hótelum um allt land; Reykjavík Natura, Reykjavík Marina, Akureyri, Mývatn, Hérað, og einnig Flúðir, Hamar og Vík sem eru sérleyfishótel. Hilton Reykjavík Nordica við Suðurlandsbraut og Canopy Reykjavik | City Centre falla líka undir rekstur Icelandair hótela og eru það fyrsta flokks hótel á heimsmælikvarða. Í mars 2018 bættist við Reykjavík Konsúlat hótel, sem er hluti af Curio Collection by Hilton sem er safn um 50 einstakra hótela með sögulega skírskotun um allan heim.

Icelandair hótel reka einnig sumarhótelkeðjuna Hótel Eddu. Hótelin eru staðsett á norður- og austurlandi og bjóða upp á góða gistingu á sanngjörnu verði yfir sumartímann. Flest eru hótelin staðsett í heimavistarskólum sem áður stóðu auðir á sumrin. Aðbúnaður og herbergjafjöldi er misjafn eftir húsnæðinu sjálfu, en tvímælalaus styrkleiki Eddu hótelanna er frábær staðsetning þeirra við helstu nátturu- og menningarperlur landsins sem og fyrsta flokks veitingar.

Í lok árs 2015 kynntu Icelandair hótel til leiks nýjan og spennandi kost fyrir þá sem sækjast eftir auknum þægindum - Reykjavík Marina Residence. Reykjavík Marina Residence býður upp á sjö svítur í tilkomumiklum, sögulegum híbýlum við slippinn í Gömlu Höfninni í Reykjavík og tengjast húsin vesturhlið Icelandair hótel Reykjavík Marina.

Með þessum nýju viðbótum mun herbergjafjöldi í flóru Icelandair hótela alls telja 1.629 herbergi um land allt, 790 í Reykjavík og samtals 839 herbergi á landsbyggðinni. Þar af eru 280 herbergi sem tilheyra Icelandair hótelum og 616 herbergi sem tilheyra Hótel Eddu keðjunni. Icelandair hótel reka sameiginlega sölu- og bókunardeild fyrir öll sín hótel.

Hótel okkar á höfuðborgarsvæðinu eru stærst, á Reykjavík Natura eru 220 herbergi og 251 herbergi á Hilton Reykjavik Nordica. Icelandair hótel Reykjavík Marina telur 147 herbergi en það var gert upp árið 2015 og bætt við 39 Deluxe herbergjum. Canopy Reykjavík City Centre telur 112 herbergi og Reykjavík Konsúlat hótel 50 herbergi. Þau sex hótel úr Icelandair hótel keðjunni sjálfri sem staðsett eru á landsbyggðinni eru með allt frá 30 – 100 herbergi hvert, eða í heildina samtals 280 herbergi. Icelandair hótelin eru frábær gistimöguleiki vítt og dreift um landið og bjóða upp á gæðaþjónustu og aðbúnað. Öll Icelandair hótelin bjóða einnig upp á fullbúna fundaraðstöðu fyrir hvers kyns viðburði.

 

Sönn íslensk upplifun

Sönn íslensk upplifunSönn íslensk upplifun 

Icelandair hótel vilja verða berjablá með þér, borða upprúllaðar pönnukökur með sykri, keyra um á holóttum sveitavegum, fara í sund, fara niður á höfn, upplifa norðurljósadans og miðnætursól og njóta íslenska veruleikans sem getur svo sannarlega verið upplifun fyrir innlenda jafnt sem erlenda gesti. 


Skúlptúrar Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur

Skúlptúrar Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur

Hver með sín sérkenni
Skúlptúrar Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur eru sérsmíðaðir fyrir Icelandair hótel og prýða mismunandi skúlptúrar hvert hótel með vísun í sérkenni hótelsins á einn eða annan hátt. Þeir taka vel á móti gestum, vekja hvarvetna skemmtilega athygli og sameina þannig heild og sérkenni hótelkeðjunnar.

Hér má lesa meira um skúlptúrana.

Um Aðalheiði
Aðalheiður fæddist á Siglufirði árið 1963 en býr nú á Akureyri. Hún stundaði nám við Myndlistaskólann á Akureyri 1989 - 1993 og hefur getið sér gott orð fyrir óvenjuleg og svipmikil myndverk sín. Um verk sín segir Aðalheiður: „Frá upphafi ferils míns hef ég leitast við að endurgera eftirminnileg augnablik úr eigin lífi, persónur eða bæjarbrag. Sett upp mynd af samfélagi manna og dýra í tilraun til að minna okkur á hvaðan við komum og hver við erum.“

Íslensk náttúra og Icelandair hótel

Íslensk náttúra og Icelandair hótel

Náttúran er aðalsmerki Íslands og aðdráttarafl fyrir gesti hvaðanæva úr
heiminum. Náttúran á sinn fasta hlut í Íslendingum og viljum við bæði
virða náttúruna og upphefja ásamt því að tengja okkur við hana, en öll
Icelandair hótel eru staðsett í umhverfi þar sem náttúran ræður ríkjum,
hvort sem er í borginni eða úti á landi.

 

 

Listasafn Íslands

Listasafn Íslands

National GalleryIcelandair Hotels og Listasafn Íslands eru í samstarfi um að kynna íslenska myndlist og menningu.

Meginmarkmið samstarfsins er stuðningur Icelandair hótela við öflugt starf Listasafns Íslands, sýningar þess, útgáfur og fræðslustarf og að koma starfsemi safnsins og íslenskri myndlist á framfæri við gesti Icelandair hótelanna, bæði erlendra og innlendra gesta. Listasafn Íslands er höfuðsafn á sviði myndlistar og er eign Listasafns Íslands um 12.000 verk af öllum stærðum og gerðum.

 

Lesa meira

Hótelin

Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10

Flugleiðahótel ehf.

Nauthólsvegur 52
101 Reykjavík
Kennitala:  621297-6949

Tel.: +354 444 4000

info(hjá)icehotels.is

Fáðu meira