Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Samstarf við Slysavarnarfélagið Landsbjörgu

Samstarf við Slysavarnarfélagið Landsbjörg

Icelandair hótel hafa gert samkomulag við Slysavarnarfélagið Landsbjörg um að gerast virkur styrktaraðili, en árlega mun fast hlutfall af gistitekjum hjá Icelandair hótelunum renna til samtakanna.

Að styðja við bakið á Slysavarnarfélaginu Landsbjörg er hluti af stefnu Icelandair Hotels í samfélagsábyrgð. Það skiptir okkur máli að hafa öfluga björgunarsveit til taks þegar á þarf að halda og ekki einungis fyrir Íslendinga heldur ferðamenn sem einnig þurfa reglulega á aðstoð þeirra að halda. Landsbjörg styður þannig ríkulega við ferðaþjónustu á Íslandi og er það ómetanlegt fyrir erlenda ferðmenn að geta stólað á óeigingjarnt starf Landsbjargar. 

Á hverju Icelandair hóteli, sem eru 9 talsins, eru herbergi eða svíta tileinkuð björgunarafreki sem átt hefur sér stað í landshluta hvers hótels, en í þeim herbergjum er að finna ítarlegur upplýsingar, myndefni og aðra muni tengdum atburðinum. Þannig er sögum af einstökum afrekum íslenskra björgunarsveita um land allt deilt með hótelgestum og þeim jafnframt gefinn kostur á að styrkja þetta góða málefni.

Um Slysavarnarfélagið Landsbjörg

Slysavarnafélagið Landsbjörg eru landssamtök björgunarsveita og slysavarnadeilda á Íslandi sem hefur að markmiði að koma í veg fyrir slys og bjarga mannslífum og verðmætum. Samtökin eru ein stærstu samtök sjálfboðaliða á Íslandi, með um 18 þúsund félaga úr ýmsum björgunarsveitum um allt land. Þessi öflugi hópur sjálfboðaliða hefur unnið að ótal verkefnum, landsmönnum og erlendum ferðalöngum til heilla. Þeir eru sífellt í viðbragðsstöðu og tilbúnir að fórna sér í hvers kyns útköll á nóttu sem degi, allt árið um kring.

Lesa meira um Slysavarnarfélagið Landsbjörg.
 

Ferðumst á öruggan hátt

Við viljum að fólk ferðist á öruggan hátt. Hjá Safetravel.is getur þú nálgast upplýsingar um akstur á hálendi Íslands, færð vega, gert ferðaáætlun og margt fleira. Við hvetjum fólk eindregið til að kynna sér síðuna.

 

Icelandair Hotel Akureyri

 

Icelandair hótel AkureyriLandsbjörg Slysavarnarfélagið Icelandair hótel Akureyri

Geysisslysið

Svítan á Icelandair hótel Akureyri er tileinkuð Geysis slysinu svokallaða og er þar að finna bæði myndir og texta um atvikið. Fast hlutfall tekna svítunnar rennur til Slysavarnarfélagsins og styrkja gestir því þetta verðuga málefni. Í alrými Icelandair hótel Akureyri má meðal annars finna skíði og tvennar snjóþrúgur sem notuð voru í björgunarleiðangrinum við Geysisslysið, auk þess sem fjöldi textabrota um atburðinn og ljósmyndir frá björgunarleiðangrinum, vélinni sjálfri og áhöfninni prýða hótelið og styrktarsvítuna.

Þegar flugvélarinnar var saknað stóð öll þjóðin á öndinni; stærsta millilandaflugvél Íslendinga var horfin og með henni sex manna áhöfn og átján hundar. Í fjóra sólarhringa heyrðist ekkert frá vélinni og vonir manna um að einhver hefði komist lífs af dofnuðu stöðugt.

Hundruð manna tóku þátt í leitinni að vélinni og allar tiltækar flugvélar leituðu yfir landi og sjó. Þegar liðnir eru rúmir fjórir sólarhringar og árangur af umfangsmikilli leitinni skilaði engum árangri voru flestir farnir að gefa upp von. Þá berst ógreinilegt neyðarkall: „Staðarákvörðun ókunn ... allir á lífi.““ (Útkall: Geysir er horfinn, 2002).


Flugvélin fannst síðan 18. september í rúmlega 1800 metra hæð á Vatnajökli. Þoka hafði verið á jöklinum frá því að slysið varð en nú sást flakið úr leitarflugvél og sex manneskjur á ferli í kringum það. Samstundis breyttist harmur landsmanna í ákafa gleði, fánar voru dregnir að húni og boðið var upp á ókeypis kaffi á veitingahúsum í Reykjavík.

Fræknir fjallamenn héldu af stað á jeppum frá Akureyri og Reykjavík í björgunarleiðangur sem átti sér enga hliðstæðu hér á landi. Á sama tíma höfðu bandarískir hermenn lent á jöklinum á skíðaflugvél en mistekist að bjarga fólkinu. Margir björgunarmannanna gengu 10 klukkustundir á jökli, lítt hvíldir, við ótrúlega erfiðar aðstæður áður en þeir náðu á slysstaðinn og komu fólkinu giftusamlega til bjargar.

Icelandair Hotel Marina

Icelandair Hótel Reykjavík Marina

Í stærri svítunni á Reykjavík Marina má finna björgunarhring úr franska togaranum Cap Fagnet sem strandaði rétt fyrir utan Grindavík.

Björgun franska togarans Cap Fagnet

Tíð sjóslys og miklir mannskaðar af völdum þeirra mörkuðu upphafið að starfi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Margar af björgunarsveitum félagsins við sjávarsíðuna eru sérhæfðar til leitar og björgunar á sjó og við strendur landsins.

Eldskírn sjóbjörgunarstarfs Slysavarnafélags Íslands var björgun áhafnar franska togarans Cap Fagnet nálægt Grindavík 1931. Þrátt fyrir stórviðri og brim tókst að bjarga 38 skipbrotsmönnum úr bráðri lífshættu. Fluglínutæki, sem SVÍF hafði lagt kapp á að útvega fyrir deildir sínar um land allt, skipti sköpum við björgunina. Togarinn hvarf í hafið um leið og síðasti skipverjinn var dreginn í land.

Í dag eru björgunarbátar og skip af öllum stærðum og gerðum á vegum félagsins til taks, hringinn í kringum landið, búin þrautseigum og vel þjálfuðum áhöfnum.

 

 

Icelandair hótel Reykjavík Natura

Icelandair hótel Reykjavík Natura


Hluti af ágóða Bláu Svítunnar á Reykjavík Natura rennur til árlega til Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.

Bláa svítan er glæsilega innréttuð í nútímalegum stíl þar sem blái liturinn fær að njóta sín í fallegri hönnun og húsmunum.

Svítan er tileinkuð gjöfulu starfi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og er hún skreytt með ljósmyndum og textum frá Heimaeyjargosinu, en þar vann Landsbjörg einmitt að björgun íbúa. Afrekinu er deilt með hótelgestum um leið og þeir styrkja gott málefni en ákveðinn hluti söluágóða svítunnar rennur árlega til styrktar félagsins.

Flugleiðahótel ehf.

Nauthólsvegur 52
101 Reykjavík
Kennitala:  621297-6949

Tel.: +354 444 4000

info(hjá)icehotels.is

Fáðu meira