Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Sameiginleg fjölskylda

Sameiginleg fjölskylda - hver með sín sérkenni

AðalheiðurSkúlptúrar Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur eru sérsmíðaðir fyrir Icelandair hótel og prýða mismunandi skúlptúrar hvert hótel með vísun í sérkenni hótelsins á einn eða annan hátt. Þeir taka vel á móti gestum, vekja hvarvetna skemmtilega athygli og sameina þannig heild og sérkenni hótelkeðjunnar.

 

 

Reykjavík Natura

Icelandair hótel Reykjavík Natura

Bankastjóri (2005) og Sigrún (2008) Þegar bankastjórinn hitti Sigrúnu í anddyri Icelandair hótel Reykjavík Natura, rifjuðust upp gömul kynni frá heimahögunum í Bárðardal.  Síðastliðin 50 ár hefur lífið boðið þeim upp á ævintýri, bæði á ferðalögum og heima í hversdeginum sem vert er að segja frá.

Kindur (2011) Svartur sauður (2011) Íslenska sauðkindin er sterkt tákn um menningu lands og þjóðar. Sjálfstæð, harðgerð og trú heimahögunum, hefur hún haldið lífi í þjóðinni frá upphafi byggðar. Enn í dag á sauðkindin sér sterkar rætur í þjóðarsálinni og drjúgan þátt í nýsköpunarverkefnum ungs athafnafólks á Íslandi.

Reykjavík Marina

Icelandair hótel Reykjavík  Marina

Sjómaður í landlegu (2011)
Í landlegu klæðast menn betri fötunum og njóta þess að rölta niður að höfn og líta eftir lífinu sem þar er. Hitta fólk og spjalla um heimsins mál og líðandi stund. 

Prívat (2012)
Með sínum innstu hugsunum á viðkvæmu augnabliki sýnir maðurinn sínar fegurstu hliðar. Einmitt þá þegar hann hefur hjúpað sig hulinshjálmi, sjáum við hann best.

Akureyri

Icelandair hótel Akureyri

 •  
 •  

Að kvöldi dags (2011)
Í notalegri stemningu setustofunnar, við snarkandi arineld, stendur sæll en þreyttur maður.  Fyrr um daginn naut hann þess sem vetrarríkið Akureyri hefur upp á að bjóða og fylgist nú með ánægðum gestum hótelsins.

Hérað

Icelandair hótel Hérað

 •  
 •  
 •  
 •  

Hreindýr (2011)
Af öllum dásemdum austfjarða eru hreindýrin líklega ævintýralegust. Þessi stóru villtu dýr sem gefa hugmyndum um frelsi, kraft og sjálfstæði djúpa merkingu.  Af og til hætta dýrin sér nálægt mannabyggðum, þar sem þau eru endalaus uppspretta listsköpunar og sögusagna.

 

Flúðir

Icelandair hótel Flúðir

 •  
 •  

Grænmetisbóndi (2012)
Hún er að koma frá gróðurhúsunum með grænmeti sem ræktað er undir merkjum Flúða.  Beint frá býli fyrir gesti hótelsins.  Kraftmikil kona í blóma lífs síns sem býður alla velkomna með móðurlegu viðmóti.

 

Hamar

Icelandair hótel Hamar

 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  

Herra Jóhannes vallarstjóri (2011)
Á góðum degi, þegar hringurinn er tekinn á golfvellinum gefst honum færi á að hugsa um hjartans mál.  Útivera, hreyfing og félagsskapurinn hressa andann og lyfta í hæstu hæðir. Hann veit að hverju hann gengur, hefur komið hingað margoft.

Flugleiðahótel ehf.

Nauthólsvegur 52
101 Reykjavík
Kennitala:  621297-6949

Tel.: +354 444 4000

info(hjá)icehotels.is

Fáðu meira