Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Laus störf

Hjá Icelandair hótelum starfar fjölbreyttur hópur fólks með sameiginleg skýr markmið, sem ber virðingu fyrir gestum og samstarfsmönnum. Við ráðningar er leitað að fólki sem er jákvætt, hefur vilja til að læra og ná árangri og hefur gaman af að vinnu í líflegu og alþjóðlegu umhverfi og þjóna gestum okkar. Ef þú hefur áhuga á að starfa á lifandi vinnustað þar sem fagmennska og metnaður er í fyrirrúmi, hvetjum við þig til að leggja inn umsókn.

 

Meðferð umsókna

Haldið er utan um allar umsóknir í umsóknarkerfi félagsins og er því nauðsynlegt að fylla eyðublaðið út eins vel og kostur er. Mælt er með því að setja inn ferilskrá sem viðhengi. Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað þegar ráðningum er lokið. Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega en umsóknir eru geymdar í 6 mánuði en eftir þann tíma er þeim eytt. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Kynntu þér persónuverndarstefnu umsækjenda áður en áfram er haldið.

 


Icelandair hótel Akureyri - almenn umsókn / Icelandair Hotel Akureyri - General Application

Icelandair hótel Akureyri býður frábæra aðstöðu á nýlegu hóteli sem opnaði sumarið 2011. Fallega innréttuð herbergi, ríkulegur morgunverður, frábær staðsetning og fallegt útsýni auka á ánægjulega upplifun gesta. Veitingastaðurinn Aurora er nýuppgerður og vinsæll jafnt meðal heimafólks og gesta. Hafir þú áhuga á að starfa fyrir okkur hvetjum við þig til að leggja inn almenna umsókn.

Icelandair Hotel Akureyri is located in the vibrant northern capital, with its many shops, restaurants, local events and friendly people. It is surrounded by amazing countryside. If you are interested in working for us we welcome your application.
Sækja um / Apply

Icelandair hótel Hérað - almenn umsókn / Icelandair Hotel Herad - General Application

Á Icelandair hótel Héraði ertu umlukinn sveitakyrrðinni þótt boðið sé upp á alla fyrsta flokks þjónustu. Þú horfir á spakar kýr rölta um úti fyrir og þú finnur hvernig andrúmsloftið er viðkunnalegt. Hafir þú áhuga á að starfa fyrir okkur hvetjum við þig til að leggja inn almenna umsókn.

At Icelandair Hotel Herad you are in the verdant and tranquil beauty of East Iceland as well as in the peaceful and friendly town of Egilsstadir. Infused with the character of this most unique part of Iceland guests enjoy well-equipped and comfortable accommodations and we place great emphasis on attentive service. If you are interested in working for us we welcome your application.
Sækja um / Apply

Athugið að umsóknir um störf á eftirfarandi hótelum sendist beint á:

Icelandair hótel Flúðir - Smelltu hér til að senda umsókn á vefnum
fludir(hjá)icehotels.is

Icelandair hótel Hamar - Smelltu hér til að senda umsókn á vefnum
hamar(hjá)icehotels.is

Icelandair hótel Vík - Smelltu hér til að senda umsókn á vefnum
vik(hjá)icehotels.is


Flugleiðahótel ehf.

Nauthólsvegur 52
101 Reykjavík
Kennitala:  621297-6949

Tel.: +354 444 4000

info(hjá)icehotels.is