Starfsmannastefna
Það er markmið fyrirtækisins að hafa yfir að ráða hæfu og metnaðarfullu starfsfólki sem er tilbúið að takast á við krefjandi verkefni í alþjóðlegu umhverfi. Icelandair hótel leggja metnað sinn í að vera vinnustaður sem laðar til sín áhugasamt starfsfólk og leggur áherslu á að starfsmenn vinni sem ein heild, sýni ábyrgð og frumkvæði í starfi ásamt vilja til að takast á við ný og krefjandi verkefni. Leitast er við að efla faglega þróun starfsmanna svo þeir geti sem best sinnt starfi sínu, ráði við þær breytingar sem kunna að verða í nánustu framtíð og fái tækifæri til að vaxa og þroskast í starfi. Lögð er áhersla á vandað starfsmannaval og við ráðningu er leitað að fólki með tiltekna hæfni, viðhorf og gildi.