Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Samfélagsábyrgð

Samfélagsábyrgð

Icelandair hótel kappkosta að sýna ábyrgð gagnvart samfélaginu og umhverfinu. Við viljum hafa samfélagsábyrgð að leiðarljósi í okkar daglegu viðskiptum og starfi og leggjum áherslu á umhverfisvernd, samfélagsþátttöku auk styrkveitinga og góðgerðarmála.

Icelandair hótel stíga stolt skrefin í átt að betra samfélagi. Með því að sýna samfélagsábyrgð í
verki setjum við siðferðisleg viðmið sem bæði gestir og allt okkar starfsfólk verða hluti af.

Áherslur

  • Umhverfismál
  • Samfélagsþátttaka
  • Samfélagsleg og menningarleg vitund
  • Styrkveitingar

Græn hótel

Græn hótel

Græn hótelMegin aðdráttarafl Íslands er hrein og ósnortin náttúra. Icelandair hótel gera sér grein fyrir ábyrgð sinni gagnvart umhverfinu og á árinu 2015 náðist sá árangur að fá alþjóðlega ISO 14001 umhverfisvottun á öll hótelin sem eru rekin undir vörumerkinu Icelandair hótel. Við viljum vera góð fyrirmynd og leiðandi á markaði en Icelandair hótel eru einu hótelin á Íslandi með þessa alþjóðlegu vottun. Umhverfisvitund okkar teygir sig einnig í nærumhverfi hótelanna en Icelandair hótelin hafa öll hlotið viðurkenningar og verðlaun fyrir lóðina og umhverfi sitt.

samfélagsþátttaka

Samfélagsþátttaka

SamfélagsþátttakaIcelandair hótel vilja vera til fyrirmyndar í samfélaginu og virk í samfélagsþátttöku. Hótelin eru virkur samstarfsaðili bæði Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Krabbameinsfélags Íslands og fer hluti af söluágóða svítanna á hótelunum árlega til félaganna og þeirra mikilvæga starfs. Gestir okkar fá tækifæri til að uppfæra sig í betri herbergi og taka þátt í því að gefa til baka til samfélagsins um leið og þeir njóta lúxusgistingar. Einnig eru veittir ýmis konar styrkir í formi veitinga og fjár til hvers kyns félaga og samtaka. 

Menningarleg meðvitund

Menningarleg meðvitund

Menningarleg meðvitundHótelin styðja og starfa náið með samtímalistamönnum, tónlistarmönnum, hönnuðum og rithöfundum. Það samstarf er afl sem nærir ekki bara nærumhverfi gesta hótelanna og starfsfólk þeirra heldur skapar vettvang menningarlegrar samræðu í samfélaginu. Slík samræða er auðlind sem vert er að efla, ekki síst til aukins skilnings almennings og stjórnvalda á skapandi greinum og arðbærni þeirra. 
 

Flugleiðahótel ehf.

Nauthólsvegur 52
102 Reykjavík
Kennitala:  621297-6949

Tel.: +354 444 4000

info(hjá)icehotels.is

Fáðu meira