Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Listasafn Íslands

Icelandair Hotels og Listasafn Íslands eru í samstarfi um að kynna íslenska myndlist og menningu. 

Meginmarkmið samstarfsins er stuðningur Icelandair hótela við öflugt starf Listasafns Íslands, sýningar þess, útgáfur og fræðslustarf og að koma starfsemi safnsins og íslenskri myndlst á framfæri við gesti Icelandair hótelanna, bæði erlendra gesta og innlendra. Listasafn Íslands er höfuðsafn á sviði myndlistar og er afneign Listasafns Íslands um 12.000 verk af öllum stærðum og gerðum. 

Listasafn Íslands var stofnað árið 1884 í Kaupmannahöfn, þáverandi höfuðborg Íslands og telst því til allra elstu menningarstofnana landsins. Safnið er jafnframt höfuðsafn myndlistar á Íslandi sem þýðir að því er ætlað að hafa forystu um þróun og framtíðarstefnu allra listasafna í landinu. Helstu skyldur Listasafns Íslands er að safna listaverkum, skrásetja þau, varðveita og sýna eins og kostur er, en jafnframt miðla fróðleik og þekkingu um þau, höfunda þeirra og staðsetja í samhengi við aðra myndlist að fornu og nýju, innlenda jafnt sem erlenda. Meðal athyglisverðra sýninga í Listasafni Íslands á liðnum árum má nefna sýningu á Ólafi Elíassyni, Edvard Munch, Louise Bourgeois, Cindy Sherman, Dieter Roth, Svavari Guðnasyni, Sigurjóni Ólafssyni, Bandarískri samtímalist og Evrópskri nútíma- og samtímalist frá impressjónistunum til Gerhards Richter.   

Í Listasafni Íslands er að finna á tólfta þúsund verka af öllum stærðum og gerðum, málverk, höggmyndir, teikningar, grafíkmyndir, ljósmyndaverk, innsetningar, vídeóverk, margmiðlunarlist, bókverk og textaverk. Fyrstu tuttugu árin voru engin íslensk listaverk í eigu Listasafns Íslands og fyrsta málverkið eftir Íslending barst ekki safninu fyrr en 27 árum eftir stofnun þess. Nú eru að vísu um 90 prósent verka í safneigninni eftir íslenska listamenn en samt eru fleiri erlendir listamenn á skrá yfir höfunda verka í safninu en innlendir.

Af listamönnum sem finnast verk eftir í safneign Listasafns Íslands má nefna öndvegislistamenn ítalskrar endurreisnar á 16. öld, flæmska og ítalska listmálara á 17. öld og nýklassíska meistara frá 18. og 19. öld. Safnið er þó öðru fremur ríkt af verkum frá 20. og 21. öld. Þar hefur það að geyma fjölda verka eftir heimsþekkta listamenn, innlenda sem erlenda. Innan Listasafns Íslands er að finna tvenn önnur sérsöfn, Listasafn Ásgríms Jónssonar við Bergstaðastræti 74 og Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnestanga. Síðasta viðbótin við Listasafn Íslands er Vasulkastofa, sem dregur nafn sitt af hjónunum Steinu og Woody Vasulka, heimsþekktum brautryðjendum á sviði vídeólistar og vídeótækni. Bæði eru Íslendingar búsett í Bandaríkjunum frá 1965, kennd við The Kitchen í New York, þekktasta margmiðlunarleikhús heims, sem þau stofnuðu árið 1971. Auk verka þeirra er Vasulkastofu ætlað að varðveita íslenska rafræna list og miðla henni heimsálfa í milli.    

Nánar um Listasafn Íslands má finna á vefsíðu þeirra www.listasafn.is   

Flugleiðahótel ehf.

Nauthólsvegur 52
101 Reykjavík
Kennitala:  621297-6949

Tel.: +354 444 4000

info(hjá)icehotels.is

Fáðu meira