Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Hótelklassinn

Hlutverk Hótelklassans

HótelklassinnHlutverk Hótelklassans er að styðja við starfsmannastefnu félagsins með því að stuðla að faglegri þróun starfsmanna svo þeir geti sem best sinnt starfi sínu, ráði við þær áskoranir sem starfið felur í sér og fái tækifæri til að vaxa og þroskast í starfi.

Hótelklassinn heldur utan um fræðslu starfsmanna á öllum sviðum en öll þjálfun er byggð upp með tilliti til stefnu fyrirtækisins og þarfa starfsmanna þannig að tryggt sé að hún sé eins markviss og kostur er.

Stefna í starfsmannamálum

Stefna í starfsmannamálum

Markmið fyrirtækisins er að hafa yfir að ráða hæfu og metnaðarfullu starfsfólki sem er tilbúið að takast á við krefjandi verkefni í alþjóðlegu umhverfi. Icelandair Hotels leggja metnað sinn í að vera vinnustaður sem laðar til sín áhugasamt starfsfólk og leggur áherslu á að starfsmenn vinni sem ein heild, sýni ábyrgð og frumkvæði í starfi ásamt vilja til að takast á við ný og krefjandi verkefni.

Leitast er við að efla faglega þróun starfsmanna svo þeir geti sem best sinnt starfi sínu, ráði við þær breytingar og áskoranir sem starfið felur í sér og fái tækifæri til að vaxa og þroskast í starfi. Lögð er áhersla á vandað starfsmannaval og við ráðningu er leitað að fólki með tiltekna hæfni, viðhorf og gildi.

 

Menntafyrirtæki ársins 2016

Icelandair Hotels var valið menntafyrirtæki ársins 2016. Í rökstuðningi dómnefndar segir að hjá Icelandair Hotels sé unnið af mikilli fagmennsku og metnaði að fræðslumálum starfsmanna. Þar starfa að meðaltal um 700 manns af 25 þjóðernum og er markmið fyrirtækisins að allir starfsmenn geti sótt sér fræðslu við hæfi.

Icelandair Hotels hefur verið með fræðslumál í forgangi sem hefur skilað sér í auknum gæðum og meiri starfsánægju. Þessi viðurkenning er hvatning í að halda áfram að þróa fræðslumálin til að standa undir síbreytilegum þörfum viðskiptavina og starfsfólks.

 

Vinnustaðanám hjá Icelandair Hotels

Sigursælir nemar Icelandair Hotels á Íslandsmóti iðn- og verkgreina í mars 2014.

Á myndinni frá vinstri til hægri, má sjá sigurvegara framreiðslunema Jón Bjarna Óskarsson frá Satt Restaurant, Sunnefu Hildi Aðalsteinsdóttur framreiðslunema á Satt Restaurant sem varð í þriðja sæti, Arnar Inga Gunnarsson frá Slippbarnum og sigurvegara matreiðslunema Karl Óskar Smárason frá VOX Restaurant.

Vinnustaðanám

hjá Icelandair Hotels

Markmið hótelanna er að nemendur hljóti faglega menntun til að takast á við framtíðaráskoranir. Stærð og fjölbreytileiki hótelanna gera það að verkum að nemendum gefst kostur á gríðarlega fjölbreyttri menntun og reynslu innan þeirra starfa sem tilheyra greininni og njóta góðs af því fjölbreytta fræðslustarfi sem fer fram innan fyrirtækisins. Mikil áhersla er lögð á heilbrigðan starfsanda og er sérstaklega leitast eftir að efla yfirmenn eldhúsa og veitingastaða í hlutverki sínu sem leiðbeinendur og tilsjónarmenn.

Þeir veitingastaðir Icelandair Hotels bjóða upp á vinnustaðanám eru Vox, Satt, Geiri Smart, Hérað, Aurora Restaurant, og Slippbarinn.

Matreiðsla

Hjá Icelandair Hotels eru að meðaltali um 40 nemar að læra matreiðslu. Nám í matreiðslu er fjölbreytt og krefjandi. Matreiðslumenn eru leiðtogar í eldhúsinu og eiga stóran þátt í að skapa þá upplifun sem gestir hótelsins njóta og þann starfsanda sem skapast á veitingahúsi. Námið spannar allt frá matseðlagerð til þess að öðlast færni í matreiðslu veislumáltíðar fyrir stórveislu, og allt þar á milli.

Framreiðsla

Hjá Icelandair Hotels eru að meðaltali um 30 nemar að læra framreiðslu. Nám í framreiðslu er fjölbreytt og nær yfir víðtækt svið. Gestir hótelanna koma úr ýmsum áttum og þjóðfélagshópum, og geta spannað allt frá alþjóðlegum stórstjörnum til fjölskyldufólks í sumarleyfi. Starfið krefst því mikillar færni í mannlegum samskiptum, frumkvæðis, þjónustulundar og ánægju af því að gleðja gesti og skapa það andrúmsloft sem einkennir gæðahótel.

 

 

 

 

Nemaþjálfun - hvað felst í henni

Nemaþjálfun

- hvað felst í henni

Icelandair Hotels reka tvær hótelkeðjur, Icelandair hótel og Edduhótel ásamt því að reka Hilton Reykjavík Nordica og Canopy Reykjavik. Veitingarekstur er stór hluti af rekstri hótelanna. Veitingastaðirnir Vox, Satt, Geiri Smart og Slippbarinn eru reknir á hótelum keðjunnar á höfuðborgarsvæðinu, ásamt Aurora á Akureyri og á Héraði. Mikið og öflugt vinnustaðanám fer fram á veitingastöðum hótelanna.

Nemar Icelandair Hotels hafa sinn meistara eða tilsjónarmann sem leiðbeinir og kennir þeim og undirbýr undir sveinspróf. Nemar á samningi hjá Icelandair Hotels njóta einnig góðs af því að Icelandair Hotels er stór vinnustaður en þar starfar fjöldi meistara og fagfólks með ólíka þekkingu og deila þeir glaðir fróðleik og þekkingu með nemum hótelsins. Hluti af starfsemi Hótelklassans felst í að halda utan um þjálfun og kennslu nema.

Reglulega eru haldnir svokallaðir nemadagar þar sem nemar fá þjálfun eða kennslu í hverju því sem ber hæst hverju sinni, hvort sem er sala og þjónusta eða sértæk kennsla eins kaffinámskeið. Einnig eru fengnir til liðs meistarar eða annað fagfólk innan húsa Icelandair Hotels til að deila þekkingu og reynslu.

Þar að auki eru í boði margvísleg námskeið fyrir nema eins og vínkennsla, kaffikennsla, ostakennsla og svo mætti áfram telja.

 

Að sækja um

Hægt er að sækja um nemastöður allan ársins hring. Í matreiðslu er samningstíminn 4 ár en í framreiðslu er hann þrjú ár. Á námstímanum eru nemendur að jafnaði í þrjár annir í skólanum en hinn hluti námsins fer fram á þeim vinnustað Icelandair Hotels sem nemi hefur samning.

Skilyrði
Til að sækja um nemastöðu þarf viðkomandi að vera jákvæður, hafa vilja til að læra og ná árangri og hafa gaman af að vinnu í líflegu og alþjóðlegu umhverfi. Æskilegt er að viðkomandi hafi lokið almennri braut matvælagreina.

 

Sækja um nemastöðu hér

 

Nánari upplýsingar veitir Gígja Magnúsdóttir: gigja(hjá)icehotels.is 

Satt kokka mynd

Hafðu samband

Hafðu samband

 • Satt

  Icelandair hótel Reykjavík Natura
  - Satt Restaurant

  Björk Óskarsdóttir, rekstrarstjóri
  bjorko(hjá)icehotels.is

  Styrmir Karlsson, yfirmatreiðslumaður
  styrmirk(hjá)icehotels.is

  Ana Marta Montes Lage, veitingastjóri
  anamartaml(hjá)icehotels.is
 • Vox

  Hilton Reykjavík Nordica
  - VOX Restaurant

  Fannar Vernharðsson, yfirmatreiðslumaður
  fannarv(hjá)icehotels.is

  Magnús Hallgrímsson, yfirmatreiðslumaður
  magnusha(hjá)icehotels.is

  Guðrún Björk Geirsdóttir, veitingastjóri
  gudrunbg(hjá)icehotels.is
 • Slippbarinn

  Icelandair hótel Reykjavík Marina
  - Slippbarinn

  Árni Þór Jónsson, yfirmatreiðslumaður
  arnij(hjá)icehotels.is

  Valdimar Valdimarsson, veitingastjóri
  valdimarv(hjá)icehotels.is
 • Canopy Reykjavík | City Centre
  - Geiri Smart Restaurant


  Stefán Viðarsson, F&B Development

  sv(hjá)icehotels.is

  Alba E. H. Hough, veitingastjóri
  alba(hjá)icehotels.is • Icelandair hótel Akureyri
  - Aurora Restaurant

  Níels P. Jósefsson, yfirmatreiðslumaður
  nielspjo(hjá)icehotels.is • Icelandair hótel Hérað

  Guðjón Rúnar Þorgrímsson, yfirmatreiðslumaður
  gudjonrth(hjá)icehotels.is

Atvinna

AtvinnutækifæriAtvinnutækifæri

að námi loknu

Að loknu námi eru fagmönnum allir vegir færir. Framtíð ferðaþjónustu á Íslandi er björt og starf í matvælaiðngreinum býður upp á ótal tækifæri bæði hér heima og erlendis. Störf innan greinarinnar eru skapandi og krefjandi og fjölbreytileikinn er mikill.

Mikið af nemum Icelandair Hotels koma aftur til starfa sem framtíðarstarfsmenn, aðrir skoða heiminn og koma tilbaka síðar, margir hafa þróast í stjórnunarstöður eða fengið önnur spennandi tækifæri að námi loknu. Einnig opnast margvísleg tækifæri fyrir nema á meðan þeir eru í námi sem og fyrir útskrifað fagfók. Til dæmis hafa nemar og starfsfólk Icelandair Hotels oftar en ekki tekið þátt í spennandi verkefnum fyrir hin ýmsu félög innan Icelandair Group, má þar nefna heimsreisur, þátttöku í sýningum erlendis o.fl.. Möguleikarnir eru óþrjótandi.

Flugleiðahótel ehf.

Nauthólsvegur 52
101 Reykjavík
Kennitala:  621297-6949

Tel.: +354 444 4000

info(hjá)icehotels.is

Fáðu meira