Fara í efni
Heim

Utanbrautar skíðaganga

Skíðaganga utan brautar í Mývatnssveit

Komdu norður í hina fögru Mývatnssveit í sannkallaða ævintýraferð á gönguskíðum.

Um er að ræða hágæða útiveru og kennslu á utanbrautar gönguskíði undir faglegri handleiðslu kennara. Markmið helgarinnar er fyrst og fremst að njóta þess sem svæðið hefur uppá að bjóða á þessari tegund gönguskíða ásamt því að læra nýja tækni eða þá lagfæra stílinn til að upplifunin af skíðuninni verði sem best.

Frábært tækifæri til að njóta náttúrufegurðarinnar í Mývatnssveit á nýjan hátt á utanbrautar gönguskíðum. 

Námskeiðið er í boði helgina 18. - 20. mars

Námskeiðin henta fólki á öllum getustigum, byrjendum og lengra komnum.
ATH: Mikilvægt að er að þátttakendur séu búnir réttum búnaði, þ.e. utanbrautargönguskíðum ásamt stöfum og skinnum.

Innifalið í námskeiði:

 • Gisting í tvær nætur með morgunverði
 • Tvær æfingar á laugardeginum með þjálfara
 • 3-4 klst. skíðaferð á sunnudeginum, nesti innifalið
 • Tveggja rétta kvöldverður á föstudagskvöldi
 • Þriggja rétta kvöldverður á laugardagskvöld
 • Hádegisverður á laugardegi
 • Aðgangur að heitum pottum við hótel
 • Baðsloppar

Ekki innifalið í námskeiði:

 • Skíði og annar búnaður
 • Útivistarfatnaður

Verð á mann: 62.700,- mv. tvo saman í herbergi
Verð á mann: 76.700,- mv. einn í eins manns herbergi

Óskað er eftir 25.000 kr. staðfestingargjaldi per herbergi þegar bókun er gerð sem fæst ekki endurgreitt
Viku fyrir komu eru eftirstöðvar af námskeiðisgjaldi innheimtar og óendurgreiðanlegar eftir það, nema að námskeiði sé aflýst

BÓKA 18.-20. MARS

Icelandair hótel Mývatn

Gerð er krafa um að fólk sé á utanbrautar gönguskíðum, hafi með sér að lágmarki 20l. bakpoka, hlýjan og skjólgóðan fatnað og auðvitað góða skapið.

Við byrjum helgina eftir hádegi á föstudegi, hittumst fyrir framan Icelandair hótel Mývatn kl 16. Hristum hópinn aðeins saman og skellum okkur svo á skíðunum stuttan hring í nágrenninu. Þegar við komum til baka tökum við smá kynningu á búnaði sem völ er á í tengslum við þessa tegund skíðamennsku og hvað ber að hafa í huga fyrir ferðir á gönguskíðum.

Á laugardeginum tökum við kennslustund í ca 2 tíma fyrir hádegi og aftur ca 2 tíma eftir hádegi. Förum einhverja skemmtilega hringi í sveitinni, reynt verður að hafa æfingarnar á sitthvorum staðnum ef aðstæður leyfa.

Á sunnudeginum endum við helgina á því að fara í ca 3-5 tíma ferð með nesti meðferðis þar sem við reynum að njóta sem mest og þjóta passlega um í sveitinni fögru.

Nákvæm staðsetning á æfingum og ferðinni fer alveg eftir snjóalögum hverju sinni en um nóg er að velja í Mývatnssveitinni.

Leiðbeinandi er Jonni (Jónas Stefánsson). Jonni hefur frá unga aldri ferðast um á gönguskíðum og bjó einnig lengi í Mývatnssveit og þekkir svæðið því vel.

Allar upplýsingar varðandi fyrirkomulag kennslu, útbúnað og annað tengt skíðagöngunni veitir Jonni á netfangið jonni@jonni.is

Allar upplýsingar varðandi bókanir, hótelgistingu og annað tengt pakkanum sjálfum veitir hótelið á netfangið myvatn@icehotels.is 

Náttúrufegurðin við Mývatn á sér enga líka. Vetrarríkið er fullkomið til útivistar.

Deila þessu tilboði

Fleiri tilboð

haust-bg3-myv.jpg

Vetrartilboð Icelandair hótela

 • Akureyri, Mývatn, Egilsstaðir
 • Gisting ásamt morgunverði
 • Verð frá 18.900,- fyrir tvo
 • Afbókanlegt með 24klst. fyrirvara
 • Bóka núna, borga á staðnum

 

ih-hamar-exterior2017-05.jpg

Sumargisting á Icelandair hótel Hamri

 • Gisting ásamt morgunverði
 • Verð frá 30.000,- fyrir tvo
 • Afbókanlegt með 48 klst. fyrirvara
 • Bóka núna, borga á staðnum
aku.jpg

Afslöppun á Akureyri

 • Gisting ásamt morgunverði
 • Kvöldverður á Aurora Restaurant
 • Aðgangur í Sundlaug Akureyrar
 • Drykkur á Aurora Restaurant