Fara í efni
Heim

Skíðagöngunámskeið á Akureyri

Skíðagönguhelgi á Akureyri

Icelandair hótel Akureyri býður upp á skíðagöngupakka í vetur.

Komdu norður í skíðabæinn og lærðu á gönguskíði undir handleiðslu reyndra skíðagönguþjálfara og leiðbeinenda. Nokkrar helgar í janúar og febrúar verða tileinkaðar skíðagöngu og höfum við gert samkomulag við frábæra leiðbeinendur og þjálfara um kennslu og þjálfun.

Námskeiðin henta fólki á öllum getustigum, byrjendum og lengra komnum. Iðkendum verður skipt eftir getu svo allir fá góða þjálfun á réttum hraða. Kennt verður í Hlíðarfjalli eða Kjarnaskógi eftir veðuraðstæðum og snjóalögum.

Uppselt er orðið á námskeiðin en verið er að skoða fleiri helgar.
Hægt er að skrá sig á biðlista og verður haft samband ef pláss losnar eða nýjar helgar skipulagðar.

Skíðagöngunámskeið

Föstudagur:
Innritun á hótel og svo mæting í skíðagönguskála í Hlíðarfjalli:
Farið yfir dagskrá, hópaskiptingar, útbúnaður og létt æfing
Kvöldverður á Aurora Restaurant

Laugardagur:
Morgunæfing
Skíðagönguskáli: Tækni æfing og skemmtun
Hádegisverður á Aurora Restaurant
Seinnipartsæfing
Skíðagönguskáli: Fjölbreyttar stöðvar – heit skíðahressing og teygjur í lok dags
Kvöldverður á Aurora Restaurant

Sunnudagur:
Morgunæfing
Tækni og þjálfun í skíðagöngu. Stuð og fjör!
Brunch hlaðborð á Aurora Restaurant

Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar, t.d. vegna veðurs.

Innifalið í skíðagöngupakka:

 • Fjórar æfingar með reyndum þjálfurum
 • Gisting í tvær nætur með morgunverðarhlaðborði
 • Tveggja rétta kvöldverður á föstudagskvöldi á Aurora Restaurant
 • Þriggja rétta kvöldverður á laugardagskvöldi á Aurora Restaurant
 • Hádegisverður á laugardegi
 • Brunch á sunnudegi eftir lokaæfingu
 • Aðgangur í Sundlaug Akureyrar laugardag og sunnudag
 • Aprés Ski drykkur á Aurora Bar
 • Aðgengi að upphitaðri skíðageymslu á hóteli

Ekki innifalið í skíðagöngupakka:

 • Gönguskíði, stafir og skór (hægt að fá leigt hjá Skíðafélagi Akureyrar en mikilvægt að panta fyrirfram)
 • Akstur til og frá æfingastað (Hlíðarfjall eða Kjarnaskógur)
 • Útivistarfatnaður

Skíðagöngunámskeið

Í boði eru fjórar helgar og aðeins 45 manns sem komast að hverja helgi:


21. - 23. janúar - UPPSELT - Skrá á biðlista

28. - 30. janúar - UPPSELT - Skrá á biðlista

Verð fyrir tvo: 115.900,- (57.950,- á mann mv. tvo í herbergi)
Verð fyrir einn: 69.000,- í eins manns herbergi


4. – 6. febrúar - UPPSELT - Skrá á biðlista

11. - 13. febrúar - UPPSELT - Skrá á biðlista

Verð fyrir tvo: 121.900,- (60.950,- á mann mv. tvo í herbergi)
Verð fyrir einn: 73.000,- í eins manns herbergi


*Athugið:

 • Greiða þarf staðfestingargjald að upphæð 20.000 krónur á herbergi og verður heildar staðfestingarupphæðin skuldfærð af kortinu sem er skráð á bókunina
 • Afbókun er leyfileg allt að 7 dögum fyrir komu en staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt
 • Ef afbókun er gerð eftir að afbókunarfrestur er liðinn (7 dagar) áskilur hótelið sér þann rétt að rukka fullt gjald fyrir námskeiðið
 • Eftirstöðvar greiðast á hótelinu á meðan á dvöl stendur
 • Verði námskeiði aflýst vegna veðurs eða annara ástæðna er það að fullu endurgreitt 

Skíðagöngunámskeið

Deila þessu tilboði

Fleiri tilboð

haust-bg3-myv.jpg

Hausttilboð Icelandair hótela

 • Akureyri, Mývatn, Egilsstaðir
 • Gisting ásamt morgunverði
 • Verð frá 18.900,- fyrir tvo
 • Afbókanlegt með 24klst. fyrirvara
 • Bóka núna, borga á staðnum

 

haust-bg1-rvk.jpg

Haust í Reykjavík

 • Gisting fyrir tvo
 • Morgunverður innifalinn
 • Verð frá 18.900 kr. nóttin
 •  Alda og Icelandair hótel