Fara í efni
Heim

Hreint - Kalt - Hvíld

Hlúðu að heilsunni á Reykavík Natura

Hreint mataræði, kælimeðferð í Nauthólsvík og dásamleg dvöl á Reykjavík Natura.

Reykjavík Natura býður upp á ískalda upplifun í febrúar og mars þar sem þátttakendur taka þátt í sjósunds - stress-detox námskeiði hjá Andra Iceland. Þar sem áherslupunktar eru Kraftur hugans | Öndun | Kælimeðferð í sjó.

Þátttakendur borða hollt og gott á hreinu mataræði (e. Wellness) þar sem uppistaðan er grænmeti, bæði hrátt og eldað ásamt völdum ávöxtum, söfum, súpum og hræringum (smoothies) . Wellness mataræðið inniheldur einnig hollar olíur ásamt litlum skömmtum af hreinum próteingjöfum eins og kjöti og fisk.

Þátttakendur gista á Icelandair hótel Reykjavík Natura  og hafa aðgang að Natura Spa. Skoða dagskrá

Verð í 3 nætur fyrir einn i herbergi: 95.700,- (31.900 per nótt) 
Verð í 3 nætur fyrir tvo í herbergi: 140.700,- (46.900,- per nótt fyrir tvo)

BÓKA 3 NÆTUR  21. FEBRÚAR

BÓKA 3 NÆTUR 25. FEBRÚAR

BÓKA 3 NÆTUR 4. MARS

Bóka 3 nætur 14. mars

Verð i 5 nætur fyrir einn í herbergi: 159.500,- (31.900 per nótt)
Verð í 5 nætur fyrir tvo í herbergi: 234.500,- (46.900,- per nótt fyrir tvo)

BÓKA 5 NÆTUR 23. mars

BÓKA 5 NÆTUR 31. mars

Bókun tryggð með kreditkorti. Greitt við dvöl. Hægt að afbóka með minnst 48 klst. fyrirvara. Til að bóka fyrir einn, breyttu fjölda gesta í bókunarferli. Lágmarksþátttaka á hvert námskeið er 10 manns. Ef hún næst ekki verður viðkomandi boðið ný dagssetning eða endurgreiðsla. 

Andri Iceland er leiðbeinandi


SJÓSUND OG STRESS-DETOX
WIM HOF METHOD with ANDRI ICELAND

Uppgötvaðu eigin hæfileika til að geta verið í lagi, sama hvað gengur á. Lærðu seiglu með krafti sjávarins.

Kraftur hugans | Öndun | Kælimeðferð í sjó

Við búum við stanslaust áreiti. Allt frá vægu áreiti til langvinnar streitu. Sem við höldum að sé alfarið úr okkar höndum. Streita er hvatinn að alvarlegum heilsufarsbrestum. Hún veldur bólgum í líkamanum, andlegu ójafnvægi og langvarandi heilsufarsvandamálum. Hvað ef, til væri einföld leið til að enduruppgötva eigin hæfileika til að ná aftur stjórn á ósjálfráðum viðbrögðum við streitu og áreiti alveg sama hvað gengur á? Læra að vera í auga fellibylsins.

Unnið verður með 4 mikilvæga þætti til þess að endurhugsa upplifun okkar á streitu, uppgötva möguleika okkar og finna jafnvægi.
Líkamlega, andlega og tilfinningalega.

1- Máttur hugans: Að gefa sér tíma til að fylgjast með ómeðvitaðri hegðun, því sem við trúum og öðru því sem kemur í veg fyrir innri sátt. Uppfærum úrelt kerfi.

 2- Öndun: Að hámarka aðferð líkamans á inntöku súrefnis og endurstilla taugakerfið. Sem leiðir af sér meira úthald, orku og styrkir ónæmiskerfið. Sem kemur af stað keðjuverkun jákvæðra breytinga á líkama og huga.
3- Kuldameðferð: Við lærum að taka á bólgum, langvinnu stressi, endursetja taugakerfið, sleppa tökum á streitu og hvernig við innleiðum allt þetta í okkar daglega líf.
4- Hreyfing: Uppgötvaðu mátt hugans yfir líkamanum og hvernig þú getur haft áhrif á kerfi hans.

Í þessari upplifun lærir þú:

 • Skilning á sambandi líkama og hugar
 • Að nota öndun sem heilsubót
 • Kulda nálgun. Að læra að sleppa tökum á erfiðleikum
 • Kæling. Sem heilsutól
 • Meðvituð hreyfing. Skilning á eigin líkama
 • Vísindin á bak við aðferðina
 • Æfingar í sjónum

Fyrir hverja:Námskeið þetta er ætlað fyrir hverja sem vilja kanna eigin kraft og getu.

 • Fyrir Úthaldið
 • Fyrir Topp Heilsu
 • Fyrir Langvinna Verki
 • Fyrir Streitulosun
 • Fyrir Andlega Heilsu
 • Fyrir Þyngdarstjórnun
 • Fyrir Betri Svefn
 • Fyrir Aukna Einbeitingu

Þessi upplifun hentar byrjendum vel en ekki síður þeim sem hafa unnið eitthvað með kulda áður, því hér lærir þú hvernig þú getur tekið iðkun þína upp á hærra plan og bætt heilsu þína til hins betra

*Mikilvægt: Þetta námskeið hentar ekki barnshafandi konum eða fólki með alvarlega hjarta- og æðasjúkdóma. Vinsamlegast ráðfærðu þig við lækninn þinn varðandi heilsufar þitt áður en þú tekur þátt í námskeiðinu.

Hver er Andri?
Andri er stofnandi ANDRI ICELAND, umbreytandi vellíðunar- og heilsuþjálfunarstöð sem hefur að leiðarljósi aðferðir sem höfðu svo mikil áhrif á líf Andra að hann skilgreinir sjálfan sig sem “endurfæddan”. Vendipunkturinn þar sem áratugir af langvarandi, sárum verkjum í mjóbaki og mígreni hurfu loksins. Þessi umbreyting er það sem leiddi til þess að hann fór að miðla ávæningi kælimeðferðar, öndunaræfinga, hugarorku og hreyfingar, meðal annarra sannreyndra Mind-Body aðferða, til þúsunda manna. Með það að markmiði að leiðbeina öðrum í átt að sömu valdeflandi upplifun.

Innblásinn af áhrifum beinnar kennslu frá heimsþekktum höfundum, þjálfurum og kennurum á sviði Mind-Body tækninnar hefur Andri orðið að fyrsta vali þeirra sem sækjast eftir umbreytandi þjálfunarupplifun sem á sér enga líka. Það er einfaldlega eitthvað algjörlega einstakt sem fólk upplifir við það að fara ofan í ískalt vatn, ögrar gömlum skoðanamynstrum, dýpkar skilning okkar á öndun, undir handleiðslu Andra. Þetta er einföld leið til þess að enduruppgötva getu þína til þess að ná aftur stjórn á sjálfvirkum streituviðbrögðum og læra að vera í lagi, sama hvað. Þetta er eins og að læra að vera til í auga stormsins.

Fyrir allar frekari upplýsingar um gistingu og veitingar, vinsamlegast hafið samband við söludeild Reykjavík Natura á netfangið meetings@icehotels og í síma 444 4565.

Fyrir allar frekari upplýsingar um námskeiðið sjálft má hafa beint samband við leiðbeinendur á netfangið hi@andriiceland.com og í síma 775-3618.

Skoða dagskrá

Deila þessu tilboði

Fleiri tilboð

Súlur Vertical - Tilboð

 • Tvær nætur ásamt morgunverði
 • High-Carb kvöldverður föstudagskvöld
 • Drykkur á Aurora bar
 • Aðgangur í Sundlaug Akureyrar
Okkar besta verð!

Gistináttabréf sumarsins

 • Gildir fyrir tvo fullorðna
 • Morgunverður innifalinn
 • Gildir á Icelandair hótelum og Hilton Reykjavík Nordica
 • Verð frá: 17.900 kr. nóttin
 • 2, 3, 5 og 8 nætur í boði

Rólegheit í Reykjavík

 • Gisting ásamt morgunverði
 • Val um kvöldverð eða brunch á VOX Brasserie
 • Aðgangur að Hilton Reykjavík Spa
 • Verð frá 26.900 kr.

Rólegheit á Reykjavík Natura

 • Gisting ásamt morgunverði
 • Kvöldverður eða bröns á Satt Restaurant 
 • Aðgangur í Natura Spa
 • Drykkur á Satt Bar