Fara í efni
Heim

Golfnámskeið á Akureyri

Komdu norður og lærðu golf!

Icelandair hótel Akureyri og Golfklúbbur Akureyrar hafa sett saman veglegt golfnámskeið í byrjun júní.
Alls þrír kennsludagar með þjálfurum. Kennd eru öll helstu atriðin í golfi.
Kennarar verða þeir Friðrik Gunnarsson PGA kennari og Víðir Steinar Tómasson PGA nemi.

Í fyrra fylltist mjög fljótt í öll námskeið.

 • Gisting ásamt morgunverði
 • Hádegisverður á degi tvö og degi þrjú
 • Þriggja rétta kvöldverður á degi tvö
 • Aðgangur í Sundlaug Akureyrar
 • Golfkennsla með þjálfurum og kennurum frá GA
 • 18 holu golfhringur á degi tvö á Jaðarsvelli (á eigin vegum)

Verð fyrir tvo: 136.000,- (68.000,- á mann í tveggja manna standard herberg)
Verð fyrir einn: 89.000,- í eins manns standard herbergi
Séu standard herbergi uppseld reiknast sjálfkrafa uppfærsla í næstu lausu herbergjatýpu.

Jaðarsvöllur

Þrjú námskeið í boði:

 • 31. maí - 2. júní  (þri-fimmt)
 • 2. - 4. júní (fimmt-lau)
 • 10. - 12. júní (fös-sun) - Ný dagsetning!
 • 12. - 14. júní (sun-þri)
 • 15. - 17. júní (mið-fös) - Ný dagsetning!

ATH: Námskeið byrjar kl. 13:00 á upphafsdegi.

31. maí - 2. júní - BÓKA NÚNA

2. - 4. júní - UPPSELT - Skrá á biðlista

10. - 12. JÚNÍ - NÝ DAGSETNING - BÓKA

12. - 14. júní - UPPSELT - Skrá á biðlista

15. - 17. JÚNÍ - NÝ DAGSETNING - BÓKA

Farið verður í dræf, járnahögg, stuttaspil og hagnýt ráð út á velli.  Settar verða upp miserfiðar æfingar eftir getu og því hentar þetta helgarnámskeið öllum getuhópum.
Á degi tvö spila þátttakendur 18 holu golfhring. Golfhringurinn er innifalinn í verði en þátttakendur spila á eigin vegum (án kennara).

Smelltu hér til að skoða dagskrá námskeiðis á PDF formi

 • Athugið að aðeins er komast 18 manns á hverja helgi
 • Þátttakendur komi með sitt eigið golfsett
 • Golfkúlur eru skaffaðar af kennurum
 • Mögulegt er að leigja golfsett hjá Golfklúbbi Akureyrar - s: 462 2974
 • Afbóka þarf með minnst 7 daga fyrirvara. Sé afbókað eftir að fyrirvari rennur út er tekið 50% gjald af námskeiði.

Nánari upplýsingar veita:
Varðandi gistingu og veitingastað:
Icelandair hótel Akureyri, s: 518-1000, akureyri@icehotels.is

Varðandi golfkennslu og fyrirkomulag:
Golfklúbbur Akureyrar, gagolf@gagolf.is 

Deila þessu tilboði

Fleiri tilboð

ih-hamar-exterior2017-05.jpg

Sumargisting á Icelandair hótel Hamri

 • Gisting ásamt morgunverði
 • Verð frá 30.000,- fyrir tvo
 • Afbókanlegt með 48 klst. fyrirvara
 • Bóka núna, borga á staðnum
slippadu-banner.jpg

Slippaðu af í Reykjavík

 • Gisting í Deluxe herbergi
 • Kokteill á Slippbarnum
 • Deiliréttir á Slippbarnum
 • Morgunverður
 • Seinkuð herbergjaskil