Fjallganga á Akureyri
Fjallganga á hæsta fjall norðurlands
Í samstarfið við Wild Boys bíður Icelandair Hotel Akureyri upp á ógleymanlega ferð á Kerlingu, drottningu norðlenskra fjalla.
Um ræðir krefjandi ferð á hæsta fjall Norðurlands og er gangan ætluð vönu göngufólki.
Innifalið í pakka:
- Gisting í tvær nætur ásamt morgunverði
- Þriggja rétta
- Nestispakki
- Fjallganga með leiðsögn
- Rútuferð að upphafsstað göngu
Ferðir í boði; 2.-4. september og 9.-11. september
Verð fyrir tvo í tveggja manna herbergi: 102.200 kr.
Verð fyrir einn í eins manns herbergi: 69.100 kr.
Staðfestingargjald er 25.000 og er óendurgreiðanlegt
7 daga afbókunarskilmálar gildir
BÓKA 9.-11. SEPT
Brottför kl. 8 á einkabílum frá Icelandair Hotel Akureyri.
Ekið inn í Glerárdal þar sem bílar eru skildir eftir og rúta ekur hópnum að upphafsstað við Finnastaði í Eyjafirði.
Uppganga gæti hafist um kl 9 og tekur gangan 10 – 12 tíma.
Ekið að Finnastöðum og gengið þaðan á Kerlingu og síðan norður eftir tindunum;
Hverfanda (1320 m), Þríklökkum (1360 m), Bónda (1350 m), Litla Krumma, Stóra Krumma, Syðri-Súlu (1213 m) og Ytri-Súlu (1143 m) og niður í Glerárdal.
Kerling er 1.538 m.y.s og er því hæsta fjall Norðurlands. Fjallið er rúmlega 8 milljón ára gamalt, hluti megineldstöðvar eins og flest fjöll við Glerárdal. Útsýni af Kerlingu er stórkostlegt, vel sést til margra jökla landsins. Í austri má sjá Dyrfjöll og Snæfell, Herðubreið og Mývatnsöræfi. Í vestri sést afar vel yfir Tröllaskaga og áfram til Stranda.
Rétt er að benda á að hluti göngunnar er gengin á snjó og í töluverðum bratta og mikilvægt að hafa meðferðis brodda, exi og gönugstafi.
Vegalengd um 20 km. Gönguhækkun alls um 1440 m.
Smelltu hér til að opna nánari lýsingu á PDF formi.
Nánari upplýsingar um gönguna veita Wild Boys á netfangið wildboys@wildboys.is
Nánari upplýsingar um gistingu, veitingar og önnur hótel-tengd mál veitir gestamóttakan á netfangið akureyri@icehotels.is og í síma 518-1000.