Fara í efni
Heim

Fjallaskíðanámskeið

Fjallaskíðanámskeið á Egilsstöðum og Akureyri

Icelandair hótel Akureyri og Icelandair hótel Hérað standa fyrir glæsilegu fjögurra daga fjallaskíðanámskeiði vorið 2022.

Námskeiðin eru unnin í samvinnu við Wild Boys ferðaþjónustu sem sérhæfa sig í fjallaskíðun og fjallamennsku af öllu tagi.
Kennarar búa yfir áralangri reynslu og sérþekkingu í faginu ásamt því að þekkja hvern krók og kima á þessum svæðum.

Aðeins komast 18 að á hverja helgi svo er því mikilvægt að bíða ekki of lengi með að skrá sig.

Athugið að um er að ræða námskeið fyrir byrjendur á fjallaskíðum.
Nauðsynlegt er að þátttakendur séu vanir almennri skíðamennsku.

Námskeiðið er í boði eftirfarandi daga á eftirfarandi stöðum:

 • Egilsstaðir 24. mars - 27. mars
 • Egilsstaðir 7.apríl - 10. apríl
 • Akureyri 12.maí - 15.maí

Innifalið í fjallaskíðanámskeiði:
- Fjögurra daga kennsla á fjallaskíði (þar af þrír dagar á fjöllum)
- Gisting í þrjár nætur ásamt morgunverði
- Tveggja rétta kvöldverður á föstudagskvöldi
- Þriggja rétta kvöldverður á laugardagskvöldi
- Einn sundmiði á mann
- Einn "Aprés Ski" drykkur á mann
- Nestispakki á föstudegi og laugardegi

Verð fyrir tvo í tveggja manna herbergi: 149.910,-*
Verð fyrir einn í eins manns herbergi: 96.480,-*

*Óskað er eftir 40.000 kr. staðfestingargjaldi per herbergi þegar bókun er gerð.
*Staðfestingargjaldið fæst ekki endurgreitt.
*Viku fyrir komu eru eftirstöðvar af námskeiðisgjaldi innheimtar og óendurgreiðanlegar eftir það, nema að námskeiði sé aflýst.
*Akstur á milli hótels og skíðasvæða ekki innifalinn. Miðað er við að þátttakendur noti einkabíla og/eða sameinist í bíla.

BÓKA EGILSSTAÐI 24. mars

BÓKA EGILSSTAÐI 7.apríl

BÓKA AKUREYRI 12.maí

Vakin er athygli á því að hver sá sem á námskeiðið fer er á eigin ábyrgð á meðan því stendur.
Við upphaf námskeiðis er óskað eftir því að þátttakendur skrifi undir ábyrgðaryfirlýsingu þess efnis.

Fjallaskíðanámskeið

 

Fyrirkomulag

Farið verður í fjallaskíðaferðir þar sem æfð verða helstu tækniatriðin varðandi fjallaskíðamennsku. Æfingar með snjóflóðabúnað, uppgöngu á skíðum, notkun skinna og brodda o.fl tengt fjallaskíðum. Ferðirnar verða valdar eftir veðri, vindum og aðstæðum hverju sinni.

Innritun á hótel á fimmtudegi.
Fimmtudagskvöld er fundur á hóteli og farið yfir dagskrá og skipulag námskeiðsins.
Búnaður skoðaður og passað upp á að allir séu með réttan búnað.

Nánari lýsingu á námskeiði og yfirlit yfir búnað er að finna hér á PDF skjali.
Vinsamlegast farið vel yfir búnaðarlista og passið að taka allt með.

Vanti eitthvað í búnaðinn er hægt að fá leigðar græjur t.d. í Fjallakofanum, Everest og á fleiri stöðum.

Fyrirspurnir er snúa að námskeiðinu og fyrirkomulagi þess beinist til kennara á netfangið wildboys@wildboys.is 
Fyrirspurnir er snúa að gistingu, kostnaði og öðru tengdu hóteli beinist til hótels á akureyri@icehotels.is og herad@icehotels.is 

Fleiri tilboð

satt_restaurant.jpg

Notaleg og nærandi dvöl

 • Gisting fyrir tvo á Reykjavík Natura
 • Aðgangur að Natura Spa
 • Morgunverður
 • Drykkur á Satt Bar
 • Verð frá 27.560,- fyrir tvo

 

haust-bg1-rvk.jpg

Vetur í Reykjavík

 • Gisting fyrir tvo
 • Morgunverður innifalinn
 • Verð frá 18.900 kr. nóttin
 •  Alda og Icelandair hótel

 

_mg_4977.jpg

Dagfundarpakki á Héraði

Egilsstaðir er frábær kostur fyrir þá sem þurfa að funda eða halda ráðstefnur. Icelandair Hótel Hérað býður upp á margvíslega þjónustu fyrir ráðstefnuhaldara og er aðstaða öll eins og hún gerist best.

jol21-banner-web.jpg

Hátíðleg aðventa á Flúðum

 • Fjögurra rétta jólaseðill
 • Í boði alla daga til og með 12. des
 • Tilboð á gistingu og kvöldverði