Fjallahlaupanámskeið á Akureyri
Fjallahlaupanámskeið Súlur Vertical og Icelandair hótela
Helgarnar 21.-23. maí og 28.-30. maí standa Súlur Vertical og Icelandair hótel fyrir sérstöku fjallahlaupanámskeiði. Yfirþjálfari og skipuleggjandi námskeiðisins er Þorbergur Ingi Jónsson sem er einn af okkar fremstu utanvegahlaupurum.
Æfingabúðirnar henta öllum þeim sem hafa áhuga á fjallahlaupum og verður hópnum getuskipt og fylgir þjálfari/leiðbeinandi öllum hópum.
Innifalið í námskeiði:
- Gisting í tvær nætur ásamt morgunverði
- Kvöldverður á laugardagskvöld á Aurora Restaurant
- Hádegisverður á laugardegi
- Fyrirlestur og fræðsla
- Þrjár æfingar; tækinæfing og hlaupaæfingar
- Aðgangur í Sundlaug Akureyrar
Verð fyrir tvo: 91.800,- í tveggja manna herbergi (45.900 á mann)
Verð fyrir einn: 58.900,- í eins manns herbergi
Þorbergur Ingi Jónsson er yfirþjálfari og honum til halds og trausts verða reyndir utanvegahlauparar. Þorbergur hefur mikla reynslu af utanvegaþjálfun og á meðal annars brautarmetið í Laugavegshlaupinu.
Þátttakendur þurfa að hafa drykkjarvesti, jakka, góða utanvegaskó. Æskilegt er að hafa samanbrjótanlega stafi.
- Greiða þarf staðfestingargjald að upphæð 25.000 krónur innan 14 daga frá bókun og verður upphæðin skuldfærð af kortinu sem er skráð á bókunina
- Afbókun er leyfileg allt að 7 dögum fyrir komu en staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt
- Eftirstöðvar greiðast á hótelinu á meðan á dvöl stendur
- Verði námskeiði aflýst vegna veðurs eða annara ástæðna er það að fullu endurgreitt
Dagskrá
Föstudagur:
- 16:00-17:00: Mæting á Icelandair Hótel
- 17:15: Tækniæfing ca 90-120 mín. 600 m hækkun og 8 km
Allur hópurinn saman – áhersla á tækni upp og niður brekkur.
Drillur og teygjur.
Laugardagur:
- 7:30-8:45: Morgunmatur
- 9:00: 3-5 tíma langt rólegt utanvega æfing með 1000-1500 m hækkun.
Skipt í hópa eftir getustigi. Ef snjóalög leyfa verður hluti keppnisbrautar fjallahlaupsins Súlur vertical hlaupinn. - 12:00-13:30: Sund
- 13:30 -15:00: Matur
16:00-17:00: Fyrirlestur.
Farið verður yfir þá þætti sem þarf að hafa í huga til að hlaupa gott últrahlaup. Æfingar og undirbúningur, tækni og hugarfar. Einnig verður kynning á Fjallahlaupum Súlur Vertical og almennt um undirbúning UTMB hlaupin.
Fyrirlestur og fræðsla verður ca. 60-90 mín - 20:00 Kvöldverður
Sunnudagur:
- 8:00-9:30: Morgunmatur
- 10:00-12:00: Æfing í Kjarnaskógi, 13-20km.
- Námskeiði lýkur
Þjálfarar námskeiðisins svara öllum frekari fyrirspurnum á netfangin fjallahlaupathjalfun@gmail.com og info@sulurvertical.com