Fara í efni
Heim

Vetrarhátíð í Reykjavík

febrúar 6.- 9.

Vetrarhátíð er hátíð ljóss og myrkurs og verður haldin í nítjánda sinn 6.-9. febrúar 2020.. Á henni fær magnað myrkur að njóta sín en hátíðin verður öll hin glæsilegasta og mun fjöldi listamanna, safna og sundlauga taka þátt í að skapa einstaka stemningu í borginni. Vetrarhátíð er haldin á höfuðborgarsvæðinu og taka öll sex bæjarfélögin þátt. Sundlauganótt og Safnanótt eru meginstoðir hátíðarinnar ásamt ljóslistaverkum sem lýsa upp skammdegið. Af nógu verður að taka á þessum dimmu vetrardögum þar sem magnað myrkur fær að njóta sín.

Allir viðburðir hátíðarinnar eru gestum að kostnaðarlausu og geta því allir borgarbúar notið kraftmikils menningarlífs og góðrar samveru yfir alla hátíðina.

Sjá nánar á vefsíðu vetrarhátíðar