Fara í efni
Heim

Gleðjumst yfir góðum mat á aðventunni

 

Njóttu aðventunnar með okkur

Við hjá Icelandair hótelum höfum verið að undirbúa aðventuna frá því síðla sumars. Vissulega ganga ekki allar áætlanir eftir og við höfum skoðað og endurskoðað það sem verður í boði hjá okkur um aðventuna. Við erum vel undirbúin og hlökkum innilega til að taka þátt í að gleðjast yfir góðum mat á aðventunni.

VOX Brasserie á Hilton Reykjavik Nordica

VOX Brasserie telur niður niður í jólin og tekur á móti þér í hátíðarskapi í jólabrunch, jólaseðil og sérlegt fjölskylduboð. Eins kynna þau til leiks Sunnudags-kvöldhlaðborð sem er hentar fjölskyldum einstaklega vel. Kynnið ykkur jólin á VOX Brasserie hér.

Jólin á VOX.

 

placeholder
placeholder

Satt Restaurant á Icelandair hótel Reykjavík Natura

Satt bregður út af vananum og gefur hlaðborðum frí, og aðlagar sig að breyttum samfélagsaðstæðum með því að bjóða til margrétta jólakvöldverðar undir jözzuðum tónum auk þess sem jólabrönsinn okkar er með öðrum hætti. Auðvelt er að taka á móti hópum og framfylgja um leið kröfum sóttvarnaryfirvalda. Eins verður boðið upp á þá nýjung að taka með sér ljúffengan hátíðarkvöldverð eða jólabröns með sér heim eins og sjá má hér.

Jólin á Satt

 

 

Aurora Restaurant á Icelandair hótel Akureyri

Aurora býður í glæsilegt jólaboð með það að markmiði að gera aðventuna ykkar notalega og ljúfa. Í ár verða í boð sérstaka jólaseðla á kvöldin og í hádeginu. Eins hafa kokkarnir búið til einstaklega skemmtilega jólabarna matseðla.

Jólin á Aurora

 

Veitingastaðurinn á Icelandair hótel Héraði

Það verður sannkölluð jólaveisla á Icelandair hótel Héraði í aðdraganda jóla. Klassískir réttir í bland við forvitnilegar nýjungar eru í boði 27. og 28. nóvember, 4. og 5. desember og 11. og 12. desember.

Jólin á Héraði

 

placeholder

 

placeholder

Jólapakkaðu inn upplifun  

Gjafabréfaúrval Icelandair hótela er einstakt og í boði eru til dæmis fjölbreytt gjafabréf í gistingu, matarupplifanir og dásamlegar dekurmeðferðir í heilsulindum. 

skoða úrval gjafabréfa