Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Veitingastaður á Icelandair hótel Vík

Veitingastaðurinn Berg

Á Icelandair hótel Vík er fyrsta flokks veitingastaður og lagður hefur verið metnaður í að setja upp veglegan íslenskan a la carte matseðil þar sem lögð er áhersla á að nýta hráefni úr héraðinu. Markmiðið er að bragðlaukarnir fari í spennandi ferðalag um svæðið en umgjörð veitingastaðarins og fallegt umhverfið gefur gestum okkar sérlega notalega stund hjá okkur. Veitingastaðurinn Berg er opinn frá kl 18:00 -22:00 alla daga.  Smelltu hér til að skoða matseðilinn okkar.


Morgunverðarhlaðborð

Á veitingastaðnum Berg er framreitt veglegt morgunverðarhlaðborð alla daga frá 07:00 til 10:00 á sumrin en frá kl 08:00 til 10:00 á veturna. Úrvalið á hlaðborðinu er fjölbreytt allt frá morgunkorni til vafflanna og er allt hráefni ávallt ferskt og girnilegt.


Hótelbarinn

 

Bar hótelsins er staðsettur í móttökunni, útsýnið er ekki af verri endanum, en að auki má ylja sér við arineldinn á köldum vetrarkvöldum. Hér er tilvalið að setjast niður og blanda geði við aðra gesti hótelsins, eiga kost á að heyra skemmtilegar ferðasögur og ekki síður deila með öðrum sögum af ykkar viðburðaríka degi á suðurlandi. Enn fremur er ekki úr vegi að miðla til annarra því sem þeir mega alls ekki fara á mis við í þessari paradís okkar.  Barinn er opinn frá kl. 16:00 – 23:00


Frekari upplýsingar fást í síma 487-1480 eða á netfangið vik(hjá)icehotels.is

Icelandair Hotels

Icelandair Hotel Vik
Klettsvegi 1-5
870 Vík

Bókunarsími: +354 444 4000
Beinn sími: +354 487 1480
vik(hjá)icehotels.is

Fáðu meira