Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Um Icelandair hótel Vík

Icelandair Hotel Vik

Glæsilegt hótel

Icelandair hótel Vík er glæsilegt hótel með öllum helstu þægindum. Herbergin eru samtals 88. Í eldri álmunni eru 32 einföld herbergi með baðherbergi. Aðalbyggingin telur 46 herbergi sem eru nútímalega innréttuð og hönnuð með tilsjón af náttúrunni í kring; fjörunni og fuglalífinu í klettinum. Einnig eru 10 herbergi í litlum sumarhúsum við aðalbygginguna. Útsýnið úr herbergjunum er engu líkt, annars vegar að klettinum og hins vegar að hafinu og Reynisdröngum. Eigendur hótelsins hafa verið  í hótelrekstri um árabil og tekið á móti ferðamönnum með bros á vör, fróð um þjónustu á svæðinu og ævintýrin sem upplifa má í grenndinni.


Hótelstjórinn

Elías Guðmundsson hefur verið í hótelrekstri frá árinu 2008 bæði þáverandi Hótel Eddu Vík og nú Icelandair hótel Vík.  Hann hefur starfað sjálfstætt og rekið hin ýmsu þjónustufyrirtæki frá því að hann útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Tækniskóla Íslands.

Elías er mikill náttúruunnandi og hefur til margra ára unað sér í fjallferðum um hálendi Íslands á sérútbúnum bílum enda er helsta áhugamál Elíasar mótorsport af öllu tagi. Elías ferðast því einnig um á vélsleðum um vetrartímann, á fjórhjólum hvaða árstíð sem er og þeysist svo um á motorcross hjóli yfir sumar tímann. 

                                                                                       Elías býður ykkur innilega velkomin og óskar þess að þið njótið dvalarinnar.


Umhverfið og náttúran

Umhverfið og náttúran

Hótelið er staðsett í litla þorpinu Vík í Mýrdal sem er einstaklega fallegt rólegheita þorp sem skemmtilegt er að taka göngutúr um. Þegar betur er að gáð býr þorpið yfir fjölmörgum leyndum perlum, eins og reyndar allt svæðið í kring sem skartar einu stórbrotnasta landslagi Íslands. Hér erum við umvafin jöklum, hafinu og víðáttumiklum söndum. Úfinn sjórinn sem liggur með allri ströndinni glottir til Mýrdalsjökuls sem trónir yfir sveitinni, kyngimagnaður. Mýrdalurinn er einstaklega gróðursæll og rómaður fyrir fjölbreytt fuglalíf og hvergi annars staðar á landinu er að finna jafn mikið úrval gróðurs og blóma.

Lundinn, fuglinn með litskrúðuga nefið, dregur til sín ferðamanninn enda er hér á ferð mjög sjaldgæfur og fallegur fugl. Með því að ganga eða keyra upp á Reynisfjall getur fólk verið í seilingarfjarlægð frá þessum einstaka fugli. Í bátsferðum frá Dyrhólum hefur fólk einnig möguleika á að sjá fjölda tegunda sjávarfugla s.s. Langvíur, Svartfugl, Fýl, Ritu og svo mætti lengi telja. Náttúruperlurnar Reynisdrangar, Reynisfjara, Dyrhólaey og Sólheimajökull eru einnig mikið aðdráttarafl enda ekki algengt að svo mörg náttúruundur finnist á sama stað.


Icelandair hótel Vík

  • Hægt er að skrá sig inn á hótel eftir kl 15:00.
  • Útskráning er fyrir kl 12:00 á hádegi á brottfarardegi
  • Úrval herbergja
  • Happy hour á barnum frá kl 16:00 til 18:00
  • Margar gönguleiðir eru í nágrenninu
  • Sundlaugin í Vík er í einungis 5 mínútna göngufjarlægð
  • Upplagt er að taka kvöldgöngutúr og skoða Víkurprjón og galleríið

Icelandair Hotels

Icelandair Hotel Vik
Klettsvegi 1-5
870 Vík

Bókunarsími: +354 444 4000
Beinn sími: +354 487 1480
vik(hjá)icehotels.is

Fáðu meira