Herbergi á Icelandair hótel Vík
Alls telur Icelandair hótel Vík 88 herbergi, þar af tvö deluxe herbergi, 17 standard herbergi með sjávarútsýni, 17 með útsýni yfir klettinn og fimm þriggja manna herbergi. Þá eru einnig fimm fjölskylduherbergi, 32 einföld herbergi í eldri álmu og 10 herbergi í sumarhúsum við aðalbygginguna. Herbergin í aðalbyggingunni eru fallega hönnuð og innréttuð af Guðbjörgu Magnúsdóttir arkítekt sem sótti innblástur í hönnun sína úr nærumhverfinu, hafinu og fjörunni.
Herbergin eru útbúin nýjustu þægindum og skarta stórbrotnu útsýni annað hvort til suðurs yfir fjöruna og Reynisdranga og hins vegar til norðurs að fjölskrúðugum klettinum og fuglalífi.