Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Umhverfisstefna á Reykjavík Natura

Reykjavík Natura er umhverfissinni

Megin aðdráttarafl Íslands er hrein og ósnortin náttúra. Icelandair hótel Reykjavík Natura gerir sér grein fyrir ábyrgð sinni gagnvart umhverfinu og starfar eftir alþjóðlegum staðli um umhverfisstjórnun, ISO 14001.

Icelandair hótel Reykjavík Natura fékk ISO 14001 vottun í júní árið 2012, fyrst hótela á Íslandi. Í sinni fyrstu umhverfisskýrslu sem hótelið lagði fram árið 2013 var greint frá þeim fjölmörgu verkefnum sem unnið hefur verið að í þágu þess markmiðs að rekstur hótelsins verði í senn hagkvæmur og umhverfisvænn en umfram allt aðlaðandi fyrir gesti. Vinsamlegast hafið samband á eco(hjá)icehotels.is ef þið hafið ábendingar eða spurningar. Hér má sjá umhverfisskýrslu Icelandair hótel Reykjavík Natura frá 2013. 

 

Markmið Icelandair hótela í umhverfismálum

Öll Icelandair hótelin leggja áherslu á að vinna stöðugt að umbótum í umhverfismálum án þess að það komi niður á þjónustu við gesti.
 
Markmið í umhverfismálum:
•    Fara vel með auðlindir, draga úr úrgangi og auka endurvinnslu
•    Velja vörur og þjónustu með tilliti til umhverfisins
•    Leggja áherslu á að nota íslenskt hráefni og aðföng
•    Fylgja lögum og reglugerðum er varða umhverfismál og ganga lengra þar sem það á við
•    Upplýsa gesti um umhverfisstefnu hótelsins og hvernig þeir geti tekið þátt í að fylgja henni
•    Fræða starfsfólk og þjónustuaðila fyrirtækisins um umhverfismál og hvetja til aukins árangurs á þessu sviði

Hér má finna umhverfisstefnu Icelandair hótel Reykjavik Natura á PDF formi

Hér má lesa meira um umhverfismál Icelandair hótela. Hvernig fara Icelandair hótel að því að lágmarka umhverfisáhrif?

 

Icelandair hótel Reykjavík Natura hlaut umhverfisverðlaun Ferðamálastofu árið 2014


Icelandair hótel Reykjavík Natura hlaut umhverfisverðlaun Ferðamálastofu árið 2014 en eitt af hlutverkum Ferðamálastofu er að hvetja til ábyrgðar í umhverfismálum innan ferðaþjónustunnar. Icelandair hótel Reykjavík Natura er talið hafa skarað fram úr og uppfyllt með prýði öll viðmið til umhverfisverðlaunanna. Hótelið vinnur markvisst og metnaðarfullt starf í þágu bæði umhverfis- og samfélags og stendur afar vel að kynningu á umhverfisstarfinu. Mörg umhverfisverkefni Reykjavík Natura eru talin frumleg og framsýn eins og til dæmis vistvænar strætóferðir innanbæjar hótelgestum að kostnaðarlausu og þá býður hótelið eingöngu upp á umhverfisvænar snyrtivörur fyrir hótelgesti. LESA MEIRA

 

Flugleiðahótel ehf.

Icelandair hótel Reykjavík Natura
Nauthólsvegur 52
101 Reykjavík

natura(hjá)icehotels.is

Bókunarsími: +354 444 4000
Beinn sími: +354 444 4500
Fundir og ráðstefnur sími: +354 444 4565
meetings(hjá)icehotels.is

Fáðu meira