Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Um Icelandair hótel Reykjavík Natura

Icelandair hótel Reykjavík Natura

Upplifun á Reykjavík Natura

Icelandair hótel Reykjavík Natura er hlýlegt hótel staðsett mitt í náttúru Nauthólsvíkur og Öskjuhlíðar. Hótelið, sem fór í gegnum miklar breytingar 2011, fær nafn sitt frá umhverfinu. Hótelið starfar eftir gæðastöðlum og er umhverfisvottað samkvæmt ISO 14001. Á Icelandair hótel Reykjavík Natura býðst öll sú þjónusta sem gestir gera kröfu um á fyrsta flokks hóteli, hvort sem er í mat og drykk á veitingastaðnum Satt sem staðsettur er á hótelinu, eða í afslöppun og dekri í Sóley Natura Spa sem einnig er á hótelinu. Listum og menningu er gert hátt undir höfði á hótelinu og er reglulega boðið upp á ýmsa viðburði. Sérstaða hótelsins og afþreyingarmöguleikar gera dvölina að eftirminnilegri upplifun.


Icelandair hótel Reykjavík Natura

Saga Icelandair hótel Reykjavík Natura

Það var stórhuga fólk innan Loftleiða, bjartsýnt á framtíðina, sem á árinu 1964 ákvað að reisa hótel í Reykjavík. Þegar fyrirhugaðar framkvæmdir voru kynntar vakti það mikla athygli að áformað var að ljúka byggingunni vorið 1966 en þetta var mun meiri framkvæmdahraði en yfirleitt gerðist með svo stórar byggingar á Íslandi. En settu markmiði var náð og Hótel Loftleiðir var formlega opnað 1. maí 1966. Haldið var mikilfenglegt hóf þar sem 1500 gestir snæddu um 9000 snittur. Síðar var hótelið stækkað og sú viðbygging tekin í notkun árið 1971.

 Lesa meira


Hér má sjá myndband um Icelandair hótel Reykjavík Natura


Icelandair hótel Reykjavík Natura

Listin

Listinni er gert hátt undir höfði á Icelandair hótel Reykjavík Natura. Af mikilli gleði deilum við íslenskri list með gestum okkar og bjóðum ykkur að njóta listaverka eftir ólíka listamenn. Listaverkin eru til sýnis í alrýmum hótelsins. Þá eru 13 Listamannaherbergi á hótelinu en þau eru tileinkuð þrettán íslenskum samtímalistamönnum. Listaverkin gefa herbergjunum einstaklega stílhreint og fallegt yfirbragð og er af þeim mikil prýði fyrir Icelandair hótel Reykjavík Natura.

Lesa meira


Náttúran á Icelandair hótel Reykjavík Natura

Náttúran og umhverfisvernd

Icelandair hótel Reykjavík Natura er staðsett mitt í náttúrunni við Skerjafjörðinn, Öskjuhlíðina og Nauthólsvíkina og dregur nafn sitt af því umhverfi. Hótelið var endurgert árið 2011 og samfara því lögð enn meiri áhersla á umhverfisvæni en hótelið er grænt hótel með ISO 14001 vottun. Reykjavík Natura vill tengja sig sem mest við náttúruna og miðar ýmis hönnun á hótelinu út frá því að vera í takt við náttúruna, t.d. með Drápuhlíðargrjótinu í alrými hótelsins sem er orðið eitt af einkennum hótelsins, endurvinnslustefnu hótelsins og þá er gestum boðið að nota strætó þeim að kostnaðarlausu.


Brynhildur Guðmundsdóttir hótelstjóri

Hótelstjórinn Brynhildur Guðmundsdóttir

Brynhildur Guðmundsdóttir var ráðin hótelstjóri Icelandair hótels Reykjavík Natura í október 2013. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Binna unnið hjá félaginu til fjölda ára, síðast sem gestamóttökustjóri á Hilton Reykjavík Nordica.

Binna er öllum hnútum kunnug á Reykjavík Natura, þar sem hún starfaði  í gestamóttökum Loftleiða og Esju, bókunardeild Flugleiðahótela og síðar sem ráðstefnustjóri Loftleiða fram að opnun Nordica hótels árið 2003, en þá leiddi Binna þróun nýrrar og glæsilegrar ráðstefnudeildar sem ráðstefnustjóri í 8 ár. Binna tók síðar við sem gestamóttökustjóri Hilton Reykjavík Nordica, en árið 2013 sneri hún aftur í Vatnsmýrina sem hótelstjóri Icelandair hótel Reykjavík Natura.

Binna er gift Örlygi Auðunssyni og eiga þau saman soninn Guðmund Thor.


Icelandair hótel Reykjavík Natura

Afþreying á Reykjavík Natura

Icelandair hótel Reykjavík Natura leggur áherslu á að hótelgestir hafi nóg við að vera innanhúss á hótelinu og er ýmis konar afþreying í boði. Oft í viku eru kvikmyndasýningar á ensku og íslensku og fimmtudagskvöld eru sérlega hugguleg því þá eru lesnar kvöldsögur fyrir gesti. Á neðstu hæð hótelsins er að finna Natura Spa fyrir hótelgesti sem og aðra gesti. Einnig er í húsinu veitingahúsið Satt sem býður upp á fjölbreyttan matseðil og drykki af barnum. Að auki er lífleg verslun á hótelinu með fallega íslenska hönnun í boði. Þá má hér finna fuglasafn og skáksafn og eins er ýmis konar list til sýnis í alrýmum hótelsins: Myndlist, skúlptúrar og vídeóverk. Á miðvikudögum milli 17:00-18:00 er bjórsérfræðingur í lobbý hótelsins og fræðir gesti um íslenska bjórinn og sögu hans.

Gestir okkar sem dvelja í Deluxe herbergjum eða svítum er boðið að koma alla daga á Satt Restaurant og þiggja léttar veitingar á milli kl. frá kl. 17:00 - 18:00.

Lesa meira


Icelandair hótel Reykjavík Natura

Á Reykjavík Natura...

  • Innritun eftir kl. 15:00 og útskráning er fyrir kl. 12:00 á hádegi á brottfarardegi
  • Icelandair hótel Reykjavík Natura er umhverfisvottað samkvæmt ISO 14001
  • Við bjóðum upp á bíósýningar sex daga vikunnar
  • Fyrir jólin fá allir gestir í skóinn frá jólasveinunum
  • Þú getur valið um fjórar herbergjatýpur til að gista í
  • Það er gott að slaka á í hægindastól í bókastofunni okkar
  • Happy Hour á veitingastað hótelsins, Satt, á hverjum degi frá kl. 16:00 - 18:00

Á föstudögum er Happy Hour frá kl. 14:00-18:00

Flugleiðahótel ehf.

Icelandair hótel Reykjavík Natura
Nauthólsvegur 52
101 Reykjavík

natura(hjá)icehotels.is

Bókunarsími: +354 444 4000
Beinn sími: +354 444 4500
Fundir og ráðstefnur sími: +354 444 4565
meetings(hjá)icehotels.is

Fáðu meira