Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Saga Icelandair hótel Reykjavík Natura

Sagan

Icelandair hótel Reykjavík Natura

 

Það var stórhuga fólk innan Loftleiða, bjartsýnt á framtíðina, sem á árinu 1964 ákvað að reisa hótel í Reykjavík. Þegar fyrirhugaðar framkvæmdir voru kynntar vakti það mikla athygli að áformað var að ljúka byggingunni vorið 1966 en þetta var mun meiri framkvæmdahraði en yfirleitt gerðist með svo stórar byggingar á Íslandi. En settu markmiði var náð og Hótel Loftleiðir var formlega opnað 1. maí 1966. Haldið var mikilfenglegt hóf þar sem 1500 gestir snæddu um 9000 snittur. Síðar var hótelið stækkað og sú viðbygging tekin í notkun árið 1971.

Vinsælt meðal Íslendinga
Hótel Loftleiðir naut fljótt mikilla vinsælda og auðveldaði Loftleiðum að bjóða farþegum sínum upp á viðdvöl á Íslandi. Hótelið öðlaðist einnig fljótt vinsældir meðal Íslendinga, ekki síst vegna þess að það fékk fljótt fjölmarga heimsfræga skemmtikrafta til að koma þar fram á dansleikjum og samkomum. Hljómsveit Karls Liljendahls spilaði gjarna fyrir dansi í Víkingasal. Í veitingasal var boðið upp á kalt borð. Kalda borðið útbjó fyrsta smurbrauðsdaman á Íslandi hún Silvía, sem menntuð er í þeirri iðn á Palace hótelinu í Kaupmannahöfn.

Icelandair hótel Reykjavík Natura

Margir muna líka eftir gömlu kaffiteríunni. Hún opnaði klukkan 5:00 á morgnanna sérstaklega fyrir hótelgesti sem fóru snemma suður á Keflavíkurflugvöll til að ná morgunflugi. Á þeim tíma sólarhringsins var kaffiterían ekki síður notuð af þeim sem voru á heimleið eftir ball og partý. Þeir enduðu gjarnan á því að koma við á kaffiteríunni og fá sér franskar og samloku.

Hótel Loftleiðir í dag
Árið 2011 gekk hótelið í gegnum algjöra endurnýjun, skipt var um nafn og heitir það nú Icelandair hótel Reykjavík Natura. Vísar nafnið í umhverfi hótelsins, statt mitt í náttúru Öskjuhlíðar og Nauthólsvíkur. Það er enn eitt stærsta hótel á Íslandi með 220 herbergi. Aðstaða til ráðstefnuhalds er enn ein sú besta með besta mögulega tækjabúnaði, en hótelið er einnig enn þekkt fyrir að hýsa erfidrykkjur og annars konar samkomur og veislur.

Icelandair hótel Reykjavík Natura er hluti af keðju átta gæðahótela um allt land. Hótelin átta mynda sterka heild með sameiginlegt ættarnafn og svipmót, eins og meðlimir í samhentri fjölskyldu þar sem sérkenni, skapgerð og styrkleikar hvers og eins fá að njóta sín til fulls.

Lesa meira um Icelandair hótel.

Hér má lesa um byggingarsögu Hótel Loftleiða (pdf).

Flugleiðahótel ehf.

Icelandair hótel Reykjavík Natura
Nauthólsvegur 52
101 Reykjavík

natura(hjá)icehotels.is

Bókunarsími: +354 444 4000
Beinn sími: +354 444 4500
Fundir og ráðstefnur sími: +354 444 4565
meetings(hjá)icehotels.is

Fáðu meira