Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Listin á Reykjavík Natura

Á Icelandair hótel Reykjavík Natura er listinni gerð hátt undir höfði. Við elskum að deila íslenskri list með gestum okkar og bjóðum ykkur að njóta listaverka meðal annars eftir eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur listmálara, Aðalheiði S. Eysteinsdóttur skúlptúrista, Kristján Davíðsson listmálara og Rúrí sjónlistakonu. Listaverkin eru til sýnis í alrýmum hótelsins fyrir gesti og gangandi. Þá eru Listamannaherbergi á hótelinu tileinkuð íslenskum samtímalistamönnum. Listaverkin gefa herbergjunum líka einstaklega stílhreint og fallegt yfirbragð og er af þeim mikil prýði fyrir Icelandair hótel Reykjavík Natura.

Icelandair hótel Reykjavík Natura - Listaverk eftir Ásmund Sveinsson Icelandair hótel Reykjavík Natura - Listaverk eftir Nínu Tryggvadóttur

Tvö stórbrotin listaverk ber strax fyrir augu gesta er þeir koma að hótelinu. Annað er höggmynd eftir Ásmund Sveinsson, „Gegnum hljóðmúrinn“ og hitt er mósaikmynd eftir Nínu Tryggvadóttur sem sett var upp á vegg milli hótelbyggingarinnar og skrifstofubyggingar. Þetta var síðasta listaverkið sem Nína vann. Þessu listaverki er ekki gefið nafn, en var oft kallað „Í flugheiminum“ enda átti það að tákna flug og hraðasveiflur.

Um skúlptúra Aðalheiðar S. Eyjólfsdóttur

Um sjónlistaverk Rúrí

Flugleiðahótel ehf.

Icelandair hótel Reykjavík Natura
Nauthólsvegur 52
101 Reykjavík

natura(hjá)icehotels.is

Bókunarsími: +354 444 4000
Beinn sími: +354 444 4500
Fundir og ráðstefnur sími: +354 444 4565
meetings(hjá)icehotels.is

Fáðu meira