Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Sönn íslensk upplifun

Í takt og í nánd við náttúruna

Gestir Icelandair hótel Reykjavík Natura hafa nóg við að vera en hótelið er frábærlega staðsett fyrir útivist og eins tekur hótelið virkan þátt í ýmis konar viðburðum sem eru í gangi í borginni hverju sinni. Við getum aðstoðað við að finna afþreyingu við hæfi og bendum á verslanir, söfn, sundlaugar, veitingastaði og hvalaskoðunarferðir svo eitthvað sé nefnt. Hótelið býður fríar strætóferðir fyrir gesti hvort sem þeir eru á leið í miðbæinn eða á aðra spennandi staði í miðborginni.

Perlan er í nágrenni Icelandair hótel Reykjavík Natura

Perlan

Nágrannar okkar í Perlunni bjóða gesti á Icelandair hótel Reykjavík Natura sérstaklega velkomna. Gönguleiðin upp Öskjuhlíðina er nánast beint fyrir utan hótelið en hún er bæði falleg og ævintýraleg. Útsýnið á toppnum frá Perlunni er svo auðvitað einstaklega fallegt yfir allt Reykjavík og nágrenni. Perlan, sem vígð var árið 1991 er mögnuð og merkileg bygging en hún tengir saman og hvílir ofan á sex hitaveitugeymum sem hver um sig rúmar um 4 milljónir lítra af heitu vatni. Perlan hýsir nú glæsilega sýningu um undur íslenskrar náttúru - smelltu hér til að skoða nánar.


sss

Öskjuhlíðin

Öskjuhlíðin er ekki aðeins einn fallegasti staður Reykjavíkur heldur er þar margt spennandi að finna. Mikil fjöldi stíga og hlaupa-/hjólaleiða er í skógi vöxnum hlíðum Öskjuhlíðar. Um 200.000 þúsund tré hafa verið gróðursett í Öskjuhlíðinni, einu grænasta svæði Reykjavíkurborgar. Svæðið er einnig áhugavert frá sögulegu og jarðfræðilegu sjónarhorni. Perlan býður án efa upp á besta útsýnisstaðinn til þess að skoða borgina og nágrenni hennar. Manngerður hver fangar líka athygli gestana, en hverinn spúir heitu vatni hátt upp í loftið með jöfnu millibili. Hafðu augun opin því þú gætir rekist á hóp af kanínum að leik.


Nauthólsvík - Ylströndin

Nauthólsvík er eina baðströndin í Reykjavík sem býður upp á hvítan strandsand og upphitað lón. Ströndin er í um 5 mínútna göngufæri frá Icelandair Hótel Reykjavík Natura en gengið er meðfram skógivaxinni Öskjuhlíðinni.

Aðstaðan í Nauthólsvík er til fyrirmyndar og fyrir þá sem ekki treysta sér til þess að fara í sjóinn er stór upphituð (38° C ) baðlaug fyrir framan þjónustumiðstöðina. Frábær staður til þess að eyða deginum. Frekari upplýsingar má nálgast í síma 444 4000 eða í gestamóttöku Icelandair hótel Reykjavík Natura.


Miðborgin

Icelandair hótel Reykjavík Natura er staðsett í göngufæri við miðborg Reykjavíkur, en gangan er bæði stutt og skemmtileg. Stutt er að sækja söfn Listasafns Reykjavíkur.  Verslanir á Laugavegi og í miðbænum eru skammt undan og eins er Kringlan í göngufæri. Í miðborginni er hægt að upplifa ævintýrin á hverju götuhorni. Til dæmis er gaman að rölta um og upplifa mannlífið, kíkja á tjörnina, í Ráðhúsið, á Austurvöll, í Hörpuna, á hafnarsvæðið, Listasafn Íslands, sýningar sem iðulega eru í gangi og fara á þau fjölmörgu kaffi- og veitingaús sem þar eru.

 

Flugleiðahótel ehf.

Icelandair hótel Reykjavík Natura
Nauthólsvegur 52
101 Reykjavík

natura(hjá)icehotels.is

Bókunarsími: +354 444 4000
Beinn sími: +354 444 4500
Fundir og ráðstefnur sími: +354 444 4565
meetings(hjá)icehotels.is

Fáðu meira