Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 6 7 9
Booknow
Booking
Bóka Núna

Videolistaverk eftir Rúrí

Annar hluti vídeólistaverksins Blik –Tetralogy eftir Rúrí var frumsýndur á Icelandair hótel Reykjavík Natura í júní 2013. Vídeólistaverkið  er staðsett í gestamóttöku Icelandair hótel Reykjavík Natura. Þetta er glæsilegt, lifandi verk í fjórum hlutum þar sem listamaðurinn tjáir upplifun sína af landi og náttúru Íslands. Í fyrsta hluta verksins sem var settur upp sumarið 2011, kemur vatn í sínum fjölbreytilegu birtingarmyndum við sögu.

Annar hluti vídeóverksins sem nú hefur verið settur upp er með íslenskan mosa í aðalhlutverki, ásamt öðrum hógværum en harðgerðum gróðri sem hefur verið hér allt frá landnámi, og er að finna víða í fjöllum og hrauni.

Síðustu tveir hlutarnir sem settir verða upp síðar fjalla um eldgos og norðurljós.

Um Rúrí
Listamaðurinn Rúrí er þekkt fyrir útilistaverk eins og Regnbogann við flugstöðina í Keflavík og Fyssu í Grasagarðinum í Reykjavík, einnig innsetningar eins og Glerregn sem sýnt var vorið 2001 í Listasafni Íslands og Paradís sem sýnt var á Kjarvalsstöðum árið 1998. Verk hennar eru hugmyndafræðilegs eðlis, en eru sett fram með margvíslegri tækni, svo sem skúlptúrum, innsetningum, margmiðlunarverkum, gjörningum, bókverkum, kvikmyndum, vídeó-verkum, hljóðverkum, blandaðri tækni, tölvuvæddum og gagnvirkum verkum.

Listaverk hennar hafa verið sýnd á alþjóðlegum vettvangi, m.a. víða í Evrópu, í Ameríku og Asíu. Hún var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum 2003 þar sem verk hennar vakti mjög mikla athygli og hlaut mikla umfjöllun á alþjóðlegum vettvangi.

Flugleiðahótel ehf.

Icelandair hótel Reykjavík Natura
Nauthólsvegur 52
101 Reykjavík

Bókunarsími: +354 444 4000
Beinn sími: +354 444 4500
Fax.: +354 444 4001
natura(hjá)icehotels.is