Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Skúlptúrar Aðalheiðar S. Eyjólfsdóttur

Skúlptúrar Aðalheiðar S. Eyjólfsdóttur eru sérsmíðaðir fyrir Icelandair hótel og prýða mismunandi skúlptúrar hvert hótel. Þeir taka vel á móti gestum, vekja hvarvetna skemmtilega athygli og sameina þannig heild og sérkenni hótelkeðjunnar. Á Icelandair hótel Reykjavík Natura prýða ólíkir skúlptúrar hótelið, allir með vísun í sérkenni hótelsins á einn eða annan hátt.

Aðalheiður fæddist á Siglufirði árið 1963 en býr nú á Akureyri. Hún stundaði nám við Myndlistaskólann á Akureyri 1989 - 1993 og hefur getið sér gott orð fyrir óvenjuleg og svipmikil myndverk sín. Um verk sín segir Aðalheiður: „Frá upphafi ferils míns hef ég leitast við að endurgera eftirminnileg augnablik úr eigin lífi, persónur eða bæjarbrag. Sett upp mynd af samfélagi manna og dýra í tilraun til að minna okkur á hvaðan við komum og hver við erum.“

Flugleiðahótel ehf.

Icelandair hótel Reykjavík Natura
Nauthólsvegur 52
101 Reykjavík

natura(hjá)icehotels.is

Bókunarsími: +354 444 4000
Beinn sími: +354 444 4500
Fundir og ráðstefnur sími: +354 444 4565
meetings(hjá)icehotels.is

Fáðu meira