Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Skáksýningin „Skák er lífið“

Heimsmeistaraeinvígið mikla í skák árið 1972 milli bandaríska áskorandans Bobby Fischer og hins sovéska heimsmeistara Boris Spassky vakti gífurlega athygli um veröld alla og kom Íslandi rækilega á heimskortið.
Einvígið fór fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík mitt á tímum kalda stríðsins. Fyrst var um það rætt sem „Einvígi aldarinnar“ en síðar sem „Einvígi allra tíma“ eftir að BBC valdi það sem einn af 10 fréttnæmustu viðburðum liðinnar aldar.

Á þessari sýningu hér má sjá skákborð frá einvíginu ásamt veggspjöldum með myndum af keppinautunum Fischer og Spassky. Þá eru til sýnis ýmsir munir frá einvíginu og fleira sem tengist sögu Bobby Fischers, skáklistinni  og hótelinu sem sögufrægum skákstað. Skákborðið er eitt af þremur borðum sem smíðuð voru sérstaklega í tengslum við einvígið, eftir teikningu Gunnars Magnússonar húsgagnahönnuðar.

Bobby Fischer dvaldi á Hótel Loftleiðum meðan á einvíginu stóð, nú Icelandair hótel Reykjavík Natura. Eftir að hann hlaut íslenskan ríkisborgararétt árið 2005 snéri hann „heim“ úr 9 mánaða fangavist í Japan, þar sem vegabréf hans hafði verið afturkallað af Bandaríkjastjórn. Hann gisti á Loftleiðum um tíma og bjó meira að segja í sömu svítunni, nr. 470, og  árið 1972.

Goðsögnin Bobby Fischer, lést í Reykjavík árið 2008 langt um aldur fram aðeins 64 ára.  Mörgum þykir það táknrænt á sinn hátt því reitirnir á skákborðinu eru einmitt 64 talsins. Hann hvílir í Laugardælakirkjugarði í grennd við Selfoss – utan alfaraleiða.

Þetta sögulega skákborð sem hér er til sýnis, er í einkaeigu Páls G. Jónssonar, forstjóra og skákunnanda, sem var svo rausnarlegur að lána það hótelinu. Páll fylgdist sjálfur með einvíginu á sínum tíma sem Skáksamband Íslands hafði veg og vanda af.  Var hann einnig leiðsögumaður Fischers við laxveiðar.

Einar S. Einarsson, fyrrverandi forseti Skáksambandsins og formaður nefndar um frelsun Fischers á sínum tíma, hefur einnig verið svo vinsamlegur að lána alls kyns fágæta muni og minjagripi, kort, teikningar og ljósmyndir sem hér eru til sýnis.  
Icelandair hótel Reykjavík Natura kann þeim báðum hinar bestu þakkir og vonar að gestir og gangandi njóti sýningarinnar.
 Sýningin er alltaf opin, verið velkomin.

Flugleiðahótel ehf.

Icelandair hótel Reykjavík Natura
Nauthólsvegur 52
101 Reykjavík

natura(hjá)icehotels.is

Bókunarsími: +354 444 4000
Beinn sími: +354 444 4500
Fundir og ráðstefnur sími: +354 444 4565
meetings(hjá)icehotels.is

Fáðu meira