Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 6 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

List í Reykjavík - afsláttur fyrir hótelgesti

Þeir ferðamenn sem kjósa að kynna sér íslenska og erlenda list í Listasafni Reykjavíkur verða ekki sviknir af heimsókn í safnið sem býður upp á fjölbreytta skemmtun fyrir augu og eyru.

Gestir Icelandair hótel Reykjavík Natura fá 20% afslátt á Listasafn Reykjavíkur, Árbæjarsafn og Landnámssýninguna 871±2 gegn framvísun hótellykilsins í afgreiðslum safnanna. Gestir fá að auki þriggja daga aðgang að Listasafni Reykjavíkur í stað eins dags.

Listasafn Reykjavíkur sem staðsett er í Hafnarhúsi, á Kjarvalsstöðum og í Ásmundarsafni er meðal viðkomustaða margra ferðalanga í leit af skemmtun og menningu enda býður safnið upp á fjölbreyttar sýningar og viðburði allan ársins hring og er opið alla daga vikunnar. Þá gildir sami aðgöngumiðinn í öll húsin. Safnið er stærsta listasafn hér á landi og hýsir verk margra þekktustu og ástsælustu listamanna þjóðarinnar. Þeir ferðamenn sem kjósa að kynna sér íslenska og erlenda list í Listasafni Reykjavíkur verða ekki sviknir af heimsókn í safnið sem býður upp á fjölbreytta skemmtun fyrir augu og eyru.

Hafnarhúsið býður reglulega upp á sýningar á samtímalist m.a. eftir heimsþekkta listamenn og ýmiss konar viðburði eins og tónleika, málþing og fyrirlestra. Húsið er heimkynni Errósafnsins og þar eru alltaf sýningar á verkum listamannsins. Að auki eru tímabundnar sýningar á innlendri og erlendri samtímalist í safninu.  6 sýningarsalir eru í húsinu, auk verslunar og veitingastaðar. Opið alla daga frá kl. 10-17 nema fimmtudaga en þá er opið frá kl. 10-20.

Kjarvalsstaðir bjóða upp á fjölbreyttar sýningar eftir þekkta listamenn, málþing, fyrirlestra og ýmiss konar viðburði. Fastur liður í starfsemi safnsins eru sýningar á verkum eftir Jóhannes S. Kjarval, eins ástsælasta listamanns þjóðarinnar. Mjög gott aðgengi er að húsinu og þar er verslun með listmunum og veitingastaður. Yfir sumartímann er boðið upp á leiðsagnir á ensku á föstudögum. Opið alla daga frá kl. 10-17.

Ásmundarsafn er helgað verkum Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara, eins af frumkvöðlum höggmyndalistar á Íslandi.  Safnið er til húsa í einstæðri byggingu sem listamaðurinn hannaði að mestu sjálfur. Verk eftir Ásmund prýða garðinn við safnið. Aðgengi að safninu er mjög gott og þar hægt að versla afsteypur af verkum eftir Ásmund. Opið maí - sept. kl. 10-17 og okt. - apr. kl. 13-17.

Árbæjarsafn er útisafn og auk Árbæjar eru þar yfir 20 hús, sem mynda torg, þorp og sveit. Þar er leitast við að gefa hugmynd um byggingalist og lifnaðarhætti í Reykjavík og á sumrin má þar sjá húsdýr og mannlíf fyrri tíma. Í safninu er boðið upp á fjölda sýninga og viðburða.Þar má nefna handverksdaga, fornbílasýningu og jólasýningu. Verslun og veitingastaður er í safninu. Safnið er opið mili 10-17 í júní, júlí og ágúst en frá 1. september og til 31. maí er aðeins boðið upp á leiðsagnir, alla daga kl. 13.

Landnámssýningin 871±2  er sýning á fornleifum þar sem reynt er að gefa hugmynd um umhverfi Reykjavíkurbæjarins eins og það var við landnám. Miðpunktur sýningarinnar er skálarúst frá 10. öld, sem fannst 2001.  Þar eru jafnframt elstu mannvistarleifar sem fundist hafa á Íslandi eða frá um 871. Þá eru til sýnis munir sem fundust við fornleifauppgröft í miðbæ Reykjavíkur. Margmiðlunartækni er notuð til að útskýra byggingarlag húsa á víkingaöld og hægt er að skyggnast inn í skálann með hjálp tölvutækni. Safnverslun er í húsinu.  Opið alla daga frá kl 9-20. Júní - ágúst er leiðsögn kl. 11 alla virka daga.

 

Flugleiðahótel ehf.

Icelandair hótel Reykjavík Natura
Nauthólsvegur 52
101 Reykjavík

Bókunarsími: +354 444 4000
Beinn sími: +354 444 4500
Fax.: +354 444 4001
natura(hjá)icehotels.is