Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Íslenskar kvikmyndir í leikstjórn Baltasars Kormáks

Íslenskar kvikmyndir í leikstjórn Baltasar Kormáks eru sýndar í bíósalnum okkar á fimmtudögum kl. 21:00.

Hafið (2002) 

Myndin sem er byggð á samnefndu leikriti Ólafs Hauks Símonarsonar er fjölskyldudrama sem gerist í óskilgreindu sjávarþorpi úti á landi þar sem lífið snýst um fisk og aftur fisk. Þórður hefur rekið útgerð í 50 ár. Hann er aðalatvinnurekandinn á staðnum og hefur stjórnað fjölskyldu sinni og plássinu öllu eftir sínu höfði og er vanur því að honum sé hlýtt í einu og öllu. Hann kallar börnin sín þrjú á sinn fund og ætlar sem fyrr að leggja hjörð sinni línurnar um þeirra hlut varðandi framtíð fyrirtækisins; fyrirtækisins sem er honum allt. Það gleymist þó að taka með í reikninginn að þau hafa aðrar hugmyndir um eigin framtíð og vilja einna helst selja kvótann hæstbjóðanda til að njóta ávaxtanna annars staðar. Þórður er ekki maður málamiðlana og geymir ýmis tromp á hendi sem hann ætlar sér að nýta til að fá sitt fram. Í ljós kemur að í fortíðinni liggja ýmis mál grafin, en ekki öllum gleymd. Uppgjör er óumflýjanlegt, en afleiðingarnar aðrar en nokkurn óraði fyrir.

Mýrin (2006) 

Mýrin er byggð á samnefndri metsölubók Arnaldar Indriðasonar. Rannsóknarlögreglumaðurinn Erlendur er kallaður á vettvang glæps í kjallaraíbúð í Norðurmýrinni. Við fyrstu sýn virðist sem um sé að ræða tilhæfulausa árás á roskinn ógæfumann, en ekki er allt sem sýnist. Annars staðar í bænum er örvæntingarfullur faðir að reyna að komast til botns í því hvað það var sem dró unga dóttur hans til dauða.

Brúðguminn (2008) 

Myndin fjallar um háskólakennarann Jón sem reynir að átta sig á tilverunni og sjálfum sér eina bjarta sumarnótt í Flatey á Breiðafirði. Brúðguminn er mynd á léttu nótunum um lífsgleðina og leitina að hamingjunni með ljúfsárum undirtón þó, enda ekkert ljós án skugga. Baltasar Kormákur leikstýrir myndinni, sem byggir á leikverki Antons Tsjekov um Ivanov. Baltasar skrifaði handritið ásamt Ólafi Agli Egilssyni. Kvikmyndin var tekin upp í ágústmánuði á síðasta ári í blíðskaparveðri eins og gerist best á Breiðafirði.

Sýningar hefjast alltaf klukkan 21.00. Aðgangur frír. Enskur texti.

Flugleiðahótel ehf.

Icelandair hótel Reykjavík Natura
Nauthólsvegur 52
101 Reykjavík

natura(hjá)icehotels.is

Bókunarsími: +354 444 4000
Beinn sími: +354 444 4500
Fundir og ráðstefnur sími: +354 444 4565
meetings(hjá)icehotels.is

Fáðu meira