Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 6 7 9
Booknow
Booking
Bóka Núna

Brúðkaupsnóttin á Icelandair hótel Reykjavík Natura

Sérsniðið fyrir þá sem vilja eiga ógleymanlega dvöl við sérstök tilefni. Tilboðin eru tilvalin fyrir brúðkaupsafmæli, stórafmæli eða önnur tækifæri til að gleðja líkama og sál. Hægt er að velja gistingu í Standard herbergi, Bleiku svítunni eða Flóruherbergi.

Innifalið er gisting í Standard herbergi, Bleiku svítunni eða flóruherbergi, morgunverður (upp á herbergi ef óskað er), aðgangur að Sóley Natura Spa, gjöf frá hótelinu, freyðivín og heimagert konfekt.

Um er að ræða þrjú mismunandi tilboð:

Silki

- Brúðkaupsnóttin í Standard Herbergi

Gisting í Natura herbergi, rúmgóð, björt og hlýleg.

 • Glæsilegt morgunverðarhlaðborð (hægt er að fá morgunverðinn inn á herbergi ef þess er óskað).
 • Súkkulaðihjúpuð jarðaber og freyðivín
 • Aðgangur að Sóley Natura Spa

Verð: 45.900 kr. (gildir frá júní 2018 - september 2018)
Verð: 33.200,- kr. (gildir frá október 2017 - maí  2018)

Perlur

- Brúðkaupsnóttin í Art herbergi eða Deluxe herbergi.

Gisting í Art herbergi eða í Deluxe herbergi. Herbergin eru rúmgóð, björt og skreytt teikningum Eggerts Péturssonar, listamanns af Flóru Íslands.

 • Glæsilegt morgunverðarhlaðborð (hægt er að fá morgunverðinn inn á herbergi ef þess er óskað).
 • Aðgangur að Sóley Natura Spa
 • Aðgangur að "Social hour" á barnum á Satt á milli 17:00 - 18:00 alla daga.
 • Súkkulaðihjúpuð jarðaber og freyðivín

Verð fyrir Art herbergi: 35.200,- kr. (gildir frá október 2017 - maí  2018)
Verð fyrir Art herbergi: 47.900 kr. (gildir frá júní 2018 - september 2018)
Verð fyrir Deluxe herbergi: 38.200,- kr. (gildir frá október 2017 - maí  2018)
Verð fyrir Deluxe herbergi: 50.900,- kr. (gildir frá júní 2018 - september  2018)

Platína

- Brúðkaupsnóttin í Bleiku svítunni

Gisting í Bleiku svítunni, einstaklega glæsileg, innréttuð í nútímalegum stíl með rómantísku yfirbragði. Bleika svítan er skreytt teikningum Eggerts Péturssonar, listamanns, af Flóru Íslands.

 • Glæsilegt morgunverðarhlaðborð (hægt er að fá morgunverðinn inn á herbergi ef þess er óskað).
 • Aðgangur að "Social hour" á barnum á Satt á milli 17:00 - 18:00 alla daga.
 • Súkkulaðihjúpuð jarðaber og freyðivín
 • Aðgangur að Sóley Natura Spa

Verð: 47.400,- kr. (gildir frá október 2017 - maí 2018)
Verð: 60.100 kr. (gildir frá júní 2018 - september 2018)


Endilega hafið samband við gestamóttökuna ef þið óskið t.d. eftir því að undirbúa herbergið sérstaklega t.d. að koma með aukaföt og snyrtivörur fyrir næsta dag. Beinn sími í gestamóttöku 444 4500.  

Athugið að við erum með glæsilega aðstöðu fyrir brúðkaupsveislur.  

 • Frekari upplýsingar eru veittar í síma 444 4000 eða senda tölvupóst á netfangið icehotels(hja)icehotels.is
 
Icelandair hótel

Flugleiðahótel ehf.

Icelandair hótel Reykjavík Natura
Nauthólsvegur 52
101 Reykjavík

Bókunarsími: +354 444 4000
Beinn sími: +354 444 4500
Fax.: +354 444 4001
natura(hjá)icehotels.is