Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 6 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Andlitsmeðferðir Natura Spa

Við hjá Natura Spa bjóðum uppá fjölbreytt úrval andlitsmeðferða. Við notum hágæða vörumerki og bjóðum bæði upp á Comfort Zone andlitsmeðferðir og Sóley Organic andlitsmeðferðir.

Comfort Zone er hágæða ítalskt vörumerki sem notar eingöngu bestu mögulegu hráefni í vörurnar og eru þekktir um víða veröld fyrir Spa vörur sína.
Sóley Organics er íslenskt lífrænt vottað vörumerki og notar hágæða íslenskar jurtir í framleiðsluna og hefur öðlast mikla viðurkenningu hér á landi sem og erlendis.

Hver og ein andlitsmeðferð er sniðin að þörfum hvers og eins og hentar jafnt konum sem og körlum á öllum allri. Veldu einungis það besta fyrir þig.

Tímapantanir og frekar upplýsingar í síma 444 4085 eða á netfangið naturaspa(hjá)icehotels.is

Comfort Zone á Sóley Natura Spa

 

Comfort Zone andlitsmeðferðir

Comfort Zone á Sóley Natura Spa

Lúxus andlitsmeðferð – 80mín
15.900 kr.
Slakandi og endurnærandi andlitsmeðferð sem styrkir og endurnærir húðina. Andlitið er yfirborðs– og djúphreinsað, gefið er slakandi andlits, höfuð og herðanudd. Einnig er boðið uppá nudd á hendur eða fætur. Í lok meðferðar er maski og krem sem valin eru eftir húðgerð hvers og eins borið á andlit og háls. Plokkun/vax á brúnir er innifalið.

Klassísk andlitsmeðferð - 60mín
12.500 kr.
Nærandi andlitsmeðferð sem dregur úr streitu ásamt því að styrkja og endurnæra húðina. Andlitið er yfirborðs- og djúphreinsað. Gefið er andlits-, höfuð- og herðanudd. Í lok meðferðar er maski og krem valið eftir húðgerð hvers og eins og borið á andlit og háls. Tilvalin meðferð fyrir dömur og herra á öllum aldri sem vilja viðhalda æskuljóma húðarinnar.
Plokkun/vax á brúnir er innifalið.

Boost-andlitsmeðferð - 30mín
8.900 kr.
Frískandi og rakagefandi andlitsmeðferð sem gefur húðinni einstaklega gott „boost“. Kjörin meðferð fyrir þann sem vill sjá árangur á sem stystum tíma. Andlitið er yfirborðs- og djúphreinsað. Maski borinn á andlit og háls ásamt léttu nuddi á andlit samhliða maskanum. Nuddið örvar blóðflæði til húðar, sogæðakerfið örvast sem aðstoðar við úrgangs og eiturefnalosun og örvar endurnýjun húðvefja. Boðið er uppá höfuðnudd á meðan maski liggur á. Krem með tilliti til húðgerðar borið á í lok meðferðar.

Lyftandi Boost-andlitsmeðferð - Skin Regimen - 30mín
9.900 kr.
Þessi meðferð hentar ólíkum húðgerðum, frábær fyrir yngri húð til þess að hægja á öldrunarferli húðar. Jafnframt fyrir þroskaða húð sem þarfnast viðhalds, leiðréttingar og áframhaldandi umhirðu. Húðin verður samstundis rakameiri og fær meiri fyllingu. Húðin lyftist og svipbrigðalínur mýkjast og grynnka. Vannærð húð fyllist næringu og orku. Þessir meðferð endurnýjar og eykur þéttleika vefja. Beitt er sérstöku nuddi á húðina sem örvar virkni efna og efnaskipta.

Sublime Skin – ávaxtasýrumeðferð
30 - 45 mín. 9.900 kr.
4x30 45 mín. 33.660 kr. (15% afsl)
60 - 75 mín. 15.900 kr.
4x60 - 75 mín. 53.900 kr. (15% afsl)

Frábær meðferð sem hentar öllum, styrkleiki sýru er valin eftir þinni húðgerð.
Sýrurnar eru algjört dúndur fyrir húðina þar sem virkni þeirra betrumbætir alla starfsemi húðar, hvort sem húðin er þurr, feit eða viðkvæm. Meðferð sem örvar frumuendurnýjun húðar og gefur henni jafna áferð, aukin raka og fallegan ljóma.
Vinnur á bóluvandamálum, örum, hrukkum, fínum línum og litaflekkjum.
Sýrurnar fjarlægja dauðar húðfrumur og örva náttúrulega starfsemi og endurnýjun húðarinnar.
Árangurinn er jafnara og sléttara yfirbragð, hreinsandi og samherpandi fyrir húðholur, dregur úr fínum línum, hrukkum, eykur raka og jafnar litaflekki ásamt því að bæta og fríska uppá húðlitinn.
Þessi meðferð virkar vel ein og sér en við mælum með nokkurra tíma kúr, flestir þurfa nokkur skipti.
Varast skal notkun ljósabekkja, sól eða gróf kornakrem á meðan meðferð stendur þar sem húðin verður viðkvæm og ljósnæmari á meðferðatíma. Frábær meðferð á haustin og veturna þegar húðin á það til að missa ljómann á dimmum vetrarmánuðum eða sem „boost“ eftir sumarið.
Hægt er að velja á milli styttri (30 - 45 mín) eða lengri (60 - 75 mín) meðferða. Lengri meðferðinni (60 - 75 mín) fylgir nudd á andliti, bringu, höfði og herðum. Lengd meðferðar fer eftir því hversu lengi sýrurnar liggja á húðinni og fer það eftir húðgerð viðskiptavinar.

Húðhreinsun – 60 mín
10.900 kr
Áhrifarík meðferð fyrir blandaða, feita og óhreina húð (fílapenslar og bólur). Húðin er yfirborðs- og djúphreinsuð. Húðin er hituð til að undirbúa fyrir kreistun og fílapenslar kreistir burt. Í lokinn er viðeigandi maski settur á með tilliti til húðgerðar og ástandi húðar. Dagkrem sett til að ljúka meðferð.

 

Sóley Organics á Sóley Natura Spa

Sóley Organics Andlitsmeðferðir

Sóley Deluxe – 80 mín
16.900 kr.
Einstök Deluxe andlitsmeðferð sem endurnærir bæði húð og líkama. Hreinsun og djúphreinsun á andlit. Nudd á herðar, andlit og höfuð með sérvöldum ilmkjarnaolíum. Ásamt slakandi handa- eða fótanuddi með heitum steinum til að draga úr bólgum og þreytu. Að lokum er borinn á andlitsmaski sem er sérsniðinn að húðgerð hvers og eins.

Glóandi – 60. mín
12.900 kr.
Andlitsmeðferð sem færir húðinni aukin ljóma og útgeislun. Hreinsun og djúphreinsun á andlit, ásamt nuddi á herðar, andlit og höfuð með sérvöldum ilmkjarnaolíum. Að lokum maski sem er sérsniðinn að húðgerð hvers og eins.

Frískandi – 40 mín
8.900kr.
Andlitsmeðferð sem hefur frískandi áhrif á húðina. Hreinsun með frískandi andlitshreinsi og djúphreinsi sem gefur húðinni hreint og ferskt útlit, létt andlitsnudd með sérvöldum ilmkjarnaolíum og að lokum maski sem er sérsniðinn að húðgerð hvers og eins.

 

Flugleiðahótel ehf.

Icelandair hótel Reykjavík Natura
Nauthólsvegur 52
101 Reykjavík

Bókunarsími: +354 444 4000
Beinn sími: +354 444 4500
Fax.: +354 444 4001
natura(hjá)icehotels.is