Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 6 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Natura Spa

Heilsulind fyrir líkama og sál

Þegar gengið er inn á Natura Spa blasir við heill heimur út af fyrir sig en að baki heilsulindinni býr sú hugmynd að fólk geti nært í senn anda og líkama undir sama þaki, án alls utanaðkomandi áreitis. Hjá Natura Spa er boðið upp á margar af mest spennandi fegurðar- og nuddmeðferðum landsins, ásamt líkamsskrúbbi og ótal mörgu öðru.

Natura Spa er tilvalið fyrir hópa. Hópar fleiri en 4 manns, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband fyrirfram.

Tímapantanir og frekar upplýsingar í síma 444 4085 eða á netfangið naturaspa(hjá)icehotels.is


Sóley Natura Spa Icelandair hótel Reykjavík Natura

Heilsulind með varmalaug, gufubaði, saunu og heitum pott

Varmalaugin okkar er notalega heit og góð til að láta sig fljóta og slaka á. Það er einnig notalegur arinn við laugina sem skapar skemmtilega stemningu og miðar að því að gestir njóti sín og slaki á. Gufubaðið og heiti potturinn er svo ómissandi partur af því að fara í heilsulind auk þess sem Natura Spa býður gestum upp á líkamsskrúbb, sem hægt er að kaupa með stökum aðgangi að baðstofu.


Comfort Zone á Sóley Natura Spa

Andlitsmeðferðir

Við hjá Natura Spa bjóðum uppá fjölbreytt úrval andlitsmeðferða. Við notum hágæða vörumerki og bjóðum bæði upp á Comfort Zone andlitsmeðferðir og Sóley Organics andlitsmeðferðir .
Comfort Zone er hágæða ítalskt vörumerki sem notar eingöngu bestu hráefni í vörurnar og eru þekktir um víða veröld fyrir Spa vörur sína.
Sóley Organics er íslenskt lífrænt vottað vörumerki og notar hágæða íslenskar jurtir í framleiðsluna og hefur öðlast mikla viðurkenningu hér á landi sem og erlendis.
Andlitsmeðferðin er sniðin að þörfum hvers og eins og hentar jafnt konum sem og körlum á öllum allri. Veldu einungis það besta fyrir þig. 

Smelltu hér til að sjá lista yfir andlitsmeðferðir Natura Spa.


Sóley Natura Spa

Organic Spa vörur

Natura Spa notar vörur frá Sóley Organics og vörurnar eru í sölu hjá okkur. Vörurnar frá Sóley Organics eru unnar úr handtíndum jurtum og eru blanda af lífrænum jurtaefnum eins og íslensku birki og arómatískum ilmkjarnaolíum og sérvaldar vegna virkni þeirra og hreinleika. Sóley Organics vörunar eru án parabena- eða annarra óæskilegra efna.

Listi yfir Sóley Organics vörur til sölu í Natura Spa

Lesa um líkamsmeðferðir í boði hjá okkur með Sóley Organics vörum


jóga sóley natura spa

Snyrtistofa og nuddmeðferðir

Natura Spa býður upp á alla almenna snyrtistofuþjónustu og má þar nefna andlitsböð, litanir, vaxmeðferðir, hand- og fótsnyrtingar. Ýmsar tegundir af nuddi eru í boði, ásamt heitsteinanuddi. 

Reglur í nuddi

Snyrtifræðimeistarar okkar hafa áralanga reynslu, og hafa sérhæft sig í lífrænum andlits- og líkamsmeðferðum með Sóley Organics í sambland með íslenskum handtíndum jurtum. Þessar meðferðir eru búnar til með hámarks þægindi og lúxus í huga, og með þá sérstöðu að vera einungis í boði á  snyrtistofu Natura Spa.

Lesa meira


Sóley Natura Spa

Opnunartímar

Opnunartími heilsulindar:

Mánud. - föstud. 10:00 - 20:00*
laugard. 10:00 - 19:00*
sunnud. 12:00 - 17:00*

*Athugið að hætt er að hleypa inn á laugarsvæðið 30 mínútum fyrir auglýstan lokunartíma.

Aldurstakmark: 16 ár

Aðstaða til líkamsræktar og salur er í boði fyrir hótelgesti fyrir utan opnunartíma heilsulindarinnar. Aðgangurinn er í þeim tilvikum í gegnum salinn af neðri hæð hótelsins, en ekki í gegnum móttöku heilsulindarinnar.


Sóley Natura Spa

Gjafabréf og fleira

Hægt er að kaupa gjafakort í Natura Spa í alls kyns meðferðir, nudd og í baðaðstöðuna. Frekari upplýsingar má fá hér á sölusíðu gjafabréfa Icelandair Hotels. 

  • Hér má sjá lista yfir alla þjónustu okkar ásamt verði (pdf).
  • Stakur aðgangur í heilsulindina kostar kr. 4.900 en fyrir hótelgesti aðeins kr. 3.000.
  • Hópar fleiri en 4 manns, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband fyrirfram upp á að bóka tíma í spaið.
  • Frekari upplýsingar í síma 444 4085 eða sendu okkur línu á: naturaspa(at)icehotels.is
  • Fylgstu með okkur á Facebook.

Flugleiðahótel ehf.

Icelandair hótel Reykjavík Natura
Nauthólsvegur 52
101 Reykjavík

Bókunarsími: +354 444 4000
Beinn sími: +354 444 4500
Fax.: +354 444 4001
natura(hjá)icehotels.is