Icelandair hótel bjóða upp á níu glæsileg hótel, sjö þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 6 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Tveggja manna herbergi (Superior Queen)

Eitt af því sem vekur áhuga útlendinga á Íslandi er hin ríka menningarhefð þjóðarinnar. Okkur þótti þess vegna ástæða til að bregðast við því með því að gera bókmenntum og listum hátt undir höfði, svo gestir geti frá fyrsta degi orðið varir við þá andagift sem Íslendingar hafa upp á að bjóða.

Sum Superior Queen herbergin eru tileinkuð einu íslensku höfuðskáldi og má þar meðal annars nefna Halldór Laxness, Stein Steinarr, Davíð Stefánsson og Hannes Hafstein. Herbergin eru smekklega innréttuð í anda þeirra snillinga sem herbergin er tileinkuð. Á herbergjunum er til sýnis brot af verkum þeirra auk upplýsinga um ævistarf þeirra og myndir af skáldunum. Í bókastofunni á jarðhæðinni eru bókmenntir eftir þessa höfunda ásamt bókum um náttúru Íslands og myndlistarbækur.


Aðbúnaður:  Tvíbreitt rúm „Queen“, sími,  sjónvarp, WIFI þráðlaust net (innifalið), buxnapressa, kæliskápur, setustofa, vatnsketill, te og kaffi, straujárn, straubretti, hárþurrka, sloppar, öryggishólf, parket á gólfi, myrkvunargluggatjöld, baðherbergi með sturtu. Stærð u.þ.b. 21 fm.

Listi yfir Skáldaherbergi

Herbergi 401 / Hannes Hafstein
Herbergi 402 / Jóhann Sigurjónsson
Herbergi 403 / Halldór Laxness
Herbergi 404 / Einar Benediktsson
Herbergi 406 / Stephan G. Stephansson
Herbergi 408 / Davíð Stefánsson
Herbergi 410 / Snorri Hjartarson
Herbergi 411 / Tómas Guðmundsson
Herbergi 412 / Jón Helgason
Herbergi 421 / Steinn Steinarr


Flugleiðahótel ehf.

Icelandair hótel Reykjavík Natura
Nauthólsvegur 52
101 Reykjavík

Bókunarsími: +354 444 4000
Beinn sími: +354 444 4500
natura(hjá)icehotels.is