Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Mylla Restaurant - Matseðill

SAMSETTIR SEÐLAR

Áttu erfitt með að ákveða þig?

TRÍÓ / 6.900,-
Forréttur, aðalréttur & eftirréttur. Alltaf traust.
Með drykkjapörun 10.900,-

VEISLUSEÐILLINN / 10.500,-
Bragð af því besta, tilvalið þegar þig langar í eitt af öllu.
Til að fullkomna upplifunina fáðu sérvalda drykki með hverjum rétt.
Með drykkjapörun 20.000,-

GRÆNT
Tríó & Veisluseðillinn eru í boði sem grænmetisréttir

 

TAPAS & SMÁRÉTTIR

Deilum upplifuninni með vinum & vínum.
Þjónarnir okkar vita hvað fer best saman

SALTFISKUR / 2.200,-
Algjör klassík, í nýjum búningi. Saltfiskurinn okkar kemur beint frá Akureyri.
Hágæða fiskur sem einnig er sendur á fremstu veitingastaði Evrópu.
Saltfisksbollur með kryddaðri mjólk & smjöri, bornar fram með fersku eplasalati, allioli & rís-krispi.

SVEPPIR / 2.100,-
Annaðhvort týndir í næsta skógi eða beint úr ylrækt.
Góðir sveppir þurfa ekkert nema pönnu, smjör & smá jurtir með.
Sveppina okkar berum við fram á súrdeigsbrauði með klettasalati.

REYKTUR SILUNGUR / 2.000,-
Stolt sveitarinnar. Við fáum silunginn okkar beint frá Geiteyjarströnd þar sem hann er reyktur eftir öllum kúnstarinnar reglum.
Við tökum þátt í hefðinni hér á bæ með að bera silunginn fram á heimalöguðu hverabrauði ásamt fersku salati með kryddjurtum og skyrdressingu.

GVAKAMÓLE / 2.000,-
Allir elska avókadó.
Ferskt & kryddað með sólþurrkuðum tómötum, rauðlauk & smá sriracha.
Borið fram með heimalöguðum & léttsöltuðum yuka flögum.

RÆKJUR / 2.200,-
Léttsaltaðar pönnusteiktar rækjur með sítrus & fersku thai-salati í bao-brauði.
Smá af rótarflögum & flóknara er það ekki.

 

FORRÉTTIR

Besta byrjunin eða létt máltíð

HUMARSÚPA / 2.100,-
Kokkarnir okkar eru stanslaust að leita að því besta. Búin til með humar-umami & humarsoði. Rjómakennd með léttum lime keim, smá hefð & smá fusion. Borin fram með hörpuskel og rækju, dressuð með kryddaðri ólífuolíu, fræjum og jurtum.

EGGALDIN / 2.800,-
Steiktur og gljáður með Den miso & sesamfræjum. Borið fram með mjúku baunamauki, bæði sætu og krydduðu graskeri, kókosrjóma, vænu & grænu.

GÆS / 2.900,-
Skotin í sveitinni og grafin hjá okkur en ekki alveg samkvæmt hefð.
Sneiðar af grafinni gæs, með léttu salati, ávöxtum, confit kirsuberjatómötum, pikklaður laukur í Kalda bjór, pistasíu-rifsberja vinagrettu.

RAUÐRÓFA / 2.800,-
Rófan er málið. Hrein, einföld, sæt og full af bragði. Íslensk framleiðsla og ekkert eitur neins staðar.
Saltbakað rófu carpaccio, balsamic gljáð rófa & rófu sashimi. Borið fram með léttu salati, jurtum & gúrku panna cotta með rjómalagðri thai-dressingu. 

SÚPA / 2.000,-
Rétt eins og veðrið þá breytist hún oft, allt frá léttum grænum súpum upp í hnausþykkar kjötsúpur. Spyrjið þjóninn hvað er í pottinum í dag.

 

AÐALRÉTTIR

Frá fjalli, fjöru & garði

LAMB / 5.200,-
Beint úr sveitinni. Hægeldað með sítrónu, hvítlauk & blóðbergi, rétt hleypt á pönnuna & klárt. Borið fram með rótarmauki, rauðkáli, bláberjum & lambagljáa, snert af reyktum dashi ásamt smá grænfóðri.

BLEIKJA / 4.200,-
Tekin sundur & saman. Bleikjan er kryddlegin í olíu & jurtum og pönnusteikt. Fiskurinn er einnig borinn fram sem bleikjufrauð ásamt jarðeplastöppu,
grænbaunasósu & skyrdressingu og ýmsu góðu úr garðinum.

GÆS / 5.400,-
Veidd af sveitungum. Bringan er hægelduð, með jurtum & kryddum, tímunum saman. Því næst kláruð á pönnu. Stökk að utan, mjúk að innan.
Borin fram með garðakáli, maís, bökuðum lauk & appelsínugljáa.

TÓFÚ / 3.200,-
Kryddlegið í sveppasoði með engifer & heslihnetum.
Pönnusteikt með sölvum, sveppum & graskeri.

FISKUR / 3.900,-
Það sem er ferskast í dag.
Innblásturinn er vatnið sjálft, Hverfjall/fell, hraunið & hverirnir. Pönnusteiktur með jurtum, hraun-hrísgrjónum, humargljáa, allioli & smá grænu.

 

EFTIRRÉTTIR

Léttar freistingar

SÚKKULAÐI / 1.800,-
Súkkulaðikakan er einstök blanda af hveiti & kryddum sem gerir okkur kleift að búa til syndsamlega góða köku með nær engum sykri. Við trúum
því varla að hún sé vegan, né hversu lítið er af sykri. Borin fram með Kahlúa-frauði, ferskum berjum & trylltu súkkulaði í ýmsum útfærslum.

SKYR / 1.800,-
Ísland og skyr eru eitt. Þess vegna, gerum við silkimjúkann skyrfrómasmeð rúgbrauðskruðeríi & coulis.

BLÁBER / 1.800,-
Þjóðarávöxturinn. Við setjum bláberin í allar mögulegar útgáfur allt frá því að vera fersk, í sorbet, flögur & coulis.

SÍTRÓNA / 1.800,-
Sítrónu marengsterta, rauð ber, vanillubúðingur, sítrus-sorbet & piparkökur.

NAMMIGRÍSINN / 2.200,-
Sitt lítið af hverju til að smakka fyrir þá sem geta ekki ákveðið sig.

 

Smelltu hér til að skoða vínseðilinn

 

Flugleiðahótel ehf.

Icelandair hótel Mývatn
660 Mývatn

Bókunarsími: +354 444 4000 
Beinn sími: +354 594 2000
myvatn(hjá)icehotels.is

Fáðu meira