Icelandair hótel Mývatn gerir sér grein fyrir ábyrð sinni gagnvart umhverfinu og starfar eftir stöðlum gæðastaðalsins ISO14001. Vinsamlegast hafið samband á eco(hjá)icehotels.is ef þið hafið ábendingar eða spurningar.
Markmið Icelandair hótela í umhverfismálum
Icelandair hótelin leggja áherslu á að vinna stöðugt að umbótum í umhverfismálum án þess að það komi niður á þjónustunni við gestina.
Markmiðin eru:
- Vinna gegn neikvæðum umhverfisáhrifum vegna starfsemi hótelsins með því að fara vel með auðlindir, draga úr úrgangi og auka endurvinnslu.
- Velja vörur og þjónustu með tilliti til umhverfisins.
- Leggja áherslu á að nota íslenskt hráefni og aðföng.
- Fylgja viðeigandi lögum og reglugerðum er varða umhverfismál sem og setja sér kröfur sem ganga lengra, eftir því sem við á.
- Upplýsa gesti um umhverfisstefnu hótelanna og hvernig þeir geti tekið þátt í að fylgja henni.
- Fræða starfsfólk og þjónustuaðila fyrirtækisins um umhverfismál og hvetja til betri árangurs á þessu sviði.
Hér má sjá pdf af umhverfisstefnu hótelsins.
Hér má lesa meira um umhverfismál Icelandair hótel. Hvernig fara Icelandair hótel að því að lágmarka umhverfisáhrif?