Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Um Icelandair hótel Reykjavík Marina

Icelandair hótel Reykjavík Marina

Íslensk hönnun

Herbergi og alrými Icelandair hótel Reykjavík Marina  eru prýdd íslenskri hönnun á áhugaverðan hátt. Um er að ræða ýmsar herbergjagerðir á fjórum hæðum. Í nýja alrýminu verður viðburðarsvæði eða salur fyrir allt að 50 manns og annað rými fyrir 25 – 30 manns sem hentar fyrir hvers kyns kynningar eða einkaboð. Eins er boðið upp á sjö glæsilegar svítur á Reykjavik Marina Residence.

Reykjavik Marina Residence er í tveimur húsum við hlið aðalbyggingar Reykjavík Marina, við vesturenda hússins. Á Reykjavik Marina Residence er lögð áhersla á framúrskarandi þjónustu og aukin þægindi. Móttaka og 60 fm svíta eru í öðru húsinu, Daníelshúsi, sem kennt er við Daníel Þorsteinsson skipasmið. Í húsi við hliðina eru 6 40 fm svítur.


Icelandair hótel Reykjavík MarinaLifandi andrúmsloft

Icelandair hótel Reykjavík Marina er glæsilegt hótel í hjarta Reykjavíkur með einstakan karakter. Erlendir ferðamenn geta hitt heimamenn og samglaðst með þeim á skemmtilegum stað, þar sem fjölbreytileiki og nýjungar í þjónustu og afþreyingu eru allsráðandi. Við leggjum áherslu á skapandi umhverfi, sem veitir ferðamönnum sem og heimamönnum innsýn í mannlíf Reykjavíkur og það helsta sem þar er á döfinni hverju sinni. Andrúmsloftið er lifandi og fjölbreytt mannlífið gerir dvölina á Reykjavík Marina einstaklega ánægjulega.


Icelandair hótel Reykjavík Marina

Snertu skip í slipp

Icelandair hótel Reykjavík Marina stendur við slippinn við gömlu höfnina og er með einstakt útsýni, annars vegar yfir hafið og hins vegar yfir Vesturbæinn. Slippurinn er frábær staðsetning fyrir hótel, steinsnar frá iðandi mannlífi miðborgarinnar á einum besta útsýnisstað Reykjavíkur.

Við erum skemmtilegur valkostur í gistingu á þessum stað en mikil uppbygging ferðaþjónustu, veitingastaða og markaða hefur átt sér stað á undanförnum misserum við höfnina.

Reykjavík Marina hlaut fegrunarviðurkenningu Reykjavíkurborgar árið 2012, fyrir stílhreint og fallegt umhverfi kringum hótelið.

Lesa meira


Hér má sjá myndband frá Icelandair hótel Reykjavík Marina


Icelandair hótel Reykjavík Marina

Nútíma hönnun og íslenskt handverk

Það er gleðjandi fyrir augað að ganga um á Reykjavík Marina og skoða hönnunina á hótelinu sem vekur jafnan áhuga og ánægju gesta. Við leggjum mikið upp úr hönnuninni en hún er nútímaleg og falleg og um leið sérlega frumleg þar sem eldri munum úr nærumhverfi slippsins er blandað saman við nýja hönnun. Öll húsgögn og innréttingar eru sérsmíðaðar á Íslandi og hver munur vel valinn inn í heildarmyndina til að setja rétta tóninn fyrir upplifun gesta okkar. Herbergin á Reykjavík Marina hafa þægindin í fyrirrúmi en þar fær nútímahönnun einnig að njóta sín með vísun í höfnina ásamt gömlu íslensku handverki.

Lesa meira


Icelandair hótel Reykjavík Marina

Slippbarinn

Slippbarinn er veitingastaður og bar Icelandair hótel Reykjavík Marina. Slippbarinn er skemmtilegur staður til að slaka á einn eða í góðum félagsskap og dansa inn í nóttina með heimagerðum hanastélum og gómsætum mat. Slippbarinn er kokteilbar og eru kokteilarnir okkar hristir og hrærðir úr heimagerðum hráefnum sem gerir þá engu líka! Slippbarinn er alltaf í stuði og leggur áherslu á að taka reglulega þátt í fjölbreyttum viðburðum í tengslum við það sem er að gerast í menningar- og skemmtanalífi Reykjavíkur hverju sinni. Á Slippbarnum mátt þú búast við fjörugu en notalegu andrúmslofti með alþjóðlegu ívafi.

 

 

 


Icelandair hótel Reykjavík Marina

Hótelstjórinn Birgir Guðmundsson

Birgir er með BA gráðu í Hospitality Business Management frá Washington State University og býr yfir víðtækri reynslu og þekkingu á hótelrekstri. Síðastliðin ár hefur hann tekist á við fjölbreytt verkefni og stýrði meðal annars uppbyggingu á Kvosin Downtown Hotel, þar sem hann starfaði sem hótelstjóri. Umhverfisstefna Icelandair hótela

Umhverfisstefna

Markmið Icelandair hótela í umhverfismálum:
Icelandair hótel leggja áherslu á að vinna stöðugt að umbótum í umhverfismálum án þess að það komi niður á þjónustunni við gestina.

Lesa meira


Icelandair hótel Reykjavík Marina

Öðruvísi og skemmtilegt

Við á Icelandair hótel Reykjavík Marina viljum skera okkur úr með því að vera skemmtilega öðruvísi. Hjá okkur er alltaf eitthvað nýtt og ferskt í boði hvort sem vísað er til veitinga, skemmtunar eða þess að sofa vært í fallega hönnuðum herbergjum. Hönnunin á hótelinu ber þess vel merki ásamt andrúmsloftinu sem við einsetjum okkur að skapa, en það er í senn frjálslegt, fínt og fjölþjóðlegt. Við viljum fyrst og fremst hafa gaman með gestum okkar og gangandi og elskum að prófa eitthvað nýtt og taka þátt í skemmtilegum uppákomum - menningarlegum og tónlistarviðburðum - sem eru í gangi hverju sinni.

Lesa meira


 

Icelandair hótel Reykjavík MarinaÁ Reykjavík Marina...

  • Hægt er að skrá sig inn á hótelið eftir kl. 15:00 á daginn. Gestir þurfa að skrá sig út af hótelinu fyrir kl. 12:00 á hádegi á brottfarardegi.
  • Bogabyggingin sem hýsir hótelið hefur áður hýst málningarverksmiðju, trésmíðaverkstæði og ýmsa starfsemi tengda slippnum.
  • Hótelið tekur virkan þátt í menningar- og tónlistarviðburðum í miðborginni hverju sinni.
  • Í Slippbíói býðst gestum að horfa á íslenskar kvikmyndir með enskum texta.
  • Þrekvirki - líkamsræktaraðstaða er staðsett í anddyri hótelsins.
  • Skemmtileg og óhefðbundin aðstaða fyrir fundi, veislur og móttökur.
  • Í bókastofunni okkar eru hillur smíðaðar úr 1600 trékubbum sem féllu til við endurbætur hótelsins.
  • 220 textaskilti leynast í krókum og kimum með fróðleik og skilaboðum til gesta.

Flugleiðahótel ehf.

Icelandair hótel Reykjavík Marina
Mýrargata 2
101 Reykjavík

Bókunarsími: +354 444 4000
Beinn sími: +354 560 8000
marina(hjá)icehotels.is

Fáðu meira