Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Fegrunarviðurkenning 2012

Icelandair hótel Reykjavík Marina Icelandair hótel Reykjavík Marina

Icelandair hótel Reykjavík Marina hlaut Fegrunarviðurkenningu Reykjavíkurborgar árið 2012 fyrir að hafa stílhreint og frumlegt umhverfi við hótelið og með góðu aðgengi.

Reykjavík Marina opnaði í apríl 2012 á Mýrargötunni við Reykjavíkurhöfn á einum besta útsýnisstað borgarinnar. Reykjavík Marina er vafalaust eina hótelið í heiminum þar sem nánast er hægt að snerta skip í slipp, en aðalinngangur hótelsins er gengt Slippnum sjávarmegin við húsið. Þetta nýstárlega og litríka hótel er á fjórum hæðum og hýsir 147 glæsileg hótelherbergi, óhefðbundna fundaraðstöðu, kokteilbar, veitingasölu og kaffihús, líkamsræktaraðstöðu og bíósal. Húsgögn og innréttingar eru sérsmíðaðar á Íslandi en hönnunin er nútímaleg í bland við eldri muni úr nærumhverfi Slippsins. Reykjavíkurborg veitir fegrunarviðurkenninguna árlega fyrir fimm fallegustu lóðirnar hjá stofnunum, fyrirtækjum og fjölbýlishúsum og eru það skipulags- og landslagsarkítektar hjá borginni sem sjá um að meta og velja lóðir til verðlauna.

Flugleiðahótel ehf.

Icelandair hótel Reykjavík Marina
Mýrargata 2
101 Reykjavík

Bókunarsími: +354 444 4000
Beinn sími: +354 560 8000
marina(hjá)icehotels.is

Fáðu meira