Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Snertu skip í slipp

Icelandair hótel Reykjavík Marina Icelandair hótel Reykjavík Marina

Dráttarbrautir og spilhús

Reykjavík Marina stendur við slippinn við gömlu höfnina og er með einstakt útsýni yfir hafið og Vesturbæinn. Slippurinn er frábær staðsetning fyrir hótel, steinsnar frá iðandi mannlífi miðborgarinnar á einum besta útsýnisstað Reykjavíkur. Við erum skemmtilegur valkostur í gistingu á þessum stað en mikil uppbygging ferðaþjónustu, veitingastaða og markaða hefur átt sér stað á undanförnum misserum við höfnina.

Hótelstjóranum barst einu sinni kvörtun. Þýskur ferðamaður setti sig í samband við hann, eyðilagður yfir því að glæsilegt skip hefði siglt úr slippnum áður en honum gafst tækifæri á því að festa það á filmu. Var manninum sagt að hafa engar áhyggjur og fór í háttinn um kvöldið en morguninn eftir þegar hann reis úr rekkju blasti við enn betra útsýni, því nýtt skip hafði komið í slippinn um nóttina. Ferðamaðurinn kvaddi hæstánægður.

Flugleiðahótel ehf.

Icelandair hótel Reykjavík Marina
Mýrargata 2
101 Reykjavík

Bókunarsími: +354 444 4000
Beinn sími: +354 560 8000
marina(hjá)icehotels.is

Fáðu meira