Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Hönnun Reykjavík Marina

Mikið var lagt upp úr því að hanna Icelandair hótel Reykjavík Marina á sem skemmtilegastan hátt, en allt er hannað og smíðað á Íslandi. Ýmis konar munir tengdir höfninni eru einnig notaðir ásamt gömlu íslensku handverki.

Íslensk hönnun verður æ þekktari í hinum stóra heimi. Greinin er ung og á uppleið, hvort sem um ræðir grafíska hönnun, arkítektúr, tísku eða iðnaðar- og vöruhönnun. Ýmsar skemmtilegar verslanir með íslenskri hönnun eru í nágrenni Icelandair hótel Reykjavík Marina. Hönnunarsafnið er staðsett í Garðabæ. www.honnunarsafn.is.


Icelandair hótel Reykjavík Marina

Handverkið

Útsaumur og önnur slík list er gömul íslensk hefð og vildum við upphefja hana á hótelinu og nota í samhengi við nýja íslenska hönnun. Handverk á Íslandi hefur í dag aftur notið vinsælda, sér í lagi eftir hrun, hvort sem um ræðir lopapeysuprjón eða útsaumuð listaverk. Klukkustrengir og útsaumaðar veggmyndir er meðal þess þar sem finna má á Icelandair hótel Reykjavík Marina og þá er ýmis konar óklárað útsaumað handverk notað sem sessur á stóla.


Icelandair hótel Reykjavík Marina

Myndirnar

Ísland er eyja, umvafið hafinu. Hafið hefur séð okkur fyrir farborða í áranna rás. Fiskilykt var peningalykt. Sjórinn gefur og sjórinn tekur, sögðu sjómennirnir sem réru út á litlum bátum og sumir snéru ekki aftur. Sjórinn var bæði eina brautin til annarra landa og jafnframt hinn mesti farartálmi. Myndirnar á Icelandair hótel Reykjavík Marina sýna hafnarlífið eins og það var en myndirnar koma frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur sem staðsett er stutt frá hótelinu.


Icelandair hótel Reykjavík Marina

Munirnir

Icelandair hótel Reykjavík Marina er uppfullt af alls kyns munum sem vekja athygli. Sjón er sögu ríkari og geta gestir eytt dágóðri stund í að rölta um og skoða það sem fyrir augu ber. Virtu fyrir þér uppstoppað lundasafn, dreptu niður í Íslendingasögunum eða Laxness í bókastofunni, ímyndaðu þér sögu hlutanna úr höfninni, taktu eftir ýmsum gömlum hlutum úr tónlistarsögunni, veggplöttunum, gömlum reikningum úr málningarverksmiðjunni, hvernig ýmsum gömlum munum er gefið nýtt líf, merkingunum á herbergjum og öðrum plássum og textaskiltunum sem tala sérstaklega til þín allt um hótelið, svo eitthvað sé nefnt.


Icelandair hótel Reykjavík Marina

Skúlptúrar Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur

Icelandair hótel er keðja gæðahótela um allt land. Hvert hótel hefur sín sérkenni þó svo að heildaryfirbragðið sé það sama. Á hverju hóteli er að finna skúlptúra eftir Aðalheiði S. Eysteinsdóttur og prýða tveir slíkir Icelandair hótel Reykjavík Marina. Annar er staðsettur á Slippbarnum og pissar makindalega í þar til gerða pissuskál og speglar sig um leið og hinn situr í rólegheitum í alrými hótelsins, við arineldinn og blandar geði við gesti.

Flugleiðahótel ehf.

Icelandair hótel Reykjavík Marina
Mýrargata 2
101 Reykjavík

Bókunarsími: +354 444 4000
Beinn sími: +354 560 8000
marina(hjá)icehotels.is

Fáðu meira