Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Viðburðir og fundir á Icelandair hótel Reykjavík Marina

Slippbíó

Okkar vinsæla Slippbíó rúmar 26 manns í sæti og nýtist vel sem fyrirlestrar- og kynningarsalur jafnt sem bíósalur. Innfalið er skjár og skjávarpi og fullbúið hljóðkerfi sem þú tengir auðveldlega við þitt tæki. 

  • Fundarsæti fyrir 26 manns
  • Fjölbreytt veitingaþjónusta sem við sníðum að þörfum þínum

 

Living Room 

Notalegt fundarrými staðsett í vesturenda hússins ásamt Kaffislipp. Rýmið tekur allt að 20 manns í hefðbundin fundarsæti en hentar einnig vel fyrir standandi boð. Aðgangur að flatskjá sem hægt er að tengja við tækið þitt. 

  • Fundarsæti fyrir 20 manns
  • Hanastél fyrir 30 manns

 

Community Table

Langt og stæðilegt viðarborð sem tekur 24 manns í fundarsæti. Rýmið er staðsett á veitingahúsinu Slippbarinn og hentar einstaklega vel fyrir einkasamkvæmi, fundi og viðburði. Hægt er að loka rýminu með glerrennihurðum og tjöldum sem veita gott næði. Community Table er búið flatskjá sem hægt er að tengja við tækið þitt. 

  • Fundarsæti fyrir 24 manns

 

Lounge

Óhefðbundin fundaraðstaða sem skapar stemningu og veitir innblástur. Hægt er að velja hvort herbergið er hólfað af eða hvort flæði sé á milli tveggja rýma með því að snúa bókahilluvegg. Í rýminu er flatskjár sem hægt er að tengja fyrir fundi og kynningar. 

Lounge aðstaðan er tilvalin fyrir fordrykki, hanastélsboð og hvers kyns móttökur með léttum veitingum. 

  • Fundarsæti fyrir 8 manns
  • Hanastél fyrir 70 manns

 

Kaffislippur

Stórt og bjart rými með fallegu eldstæði og litlu sviði sem býður upp á að vera með fjölbreytta viðburði fyrir 25 til 40 manns.
Kaffislippur er opið rými sem er tilvalið fyrir fundi, fyrirlestra, kokteilboð og létta hádegisverði sem og viðburði sem breytast. Til dæmis byrjað á fundi og/eða fyrirlestri og farið yfir í mat og drykk sem gæti til að mynda hentað ýmis konar samhristingi.
Innifalið er skjávarpi og tjald sem þú tengir auðveldlega við þitt tæki.

  • 25-40 manns - fer eftir uppsetningu
  • Stærð: 53,4 m2

 

Fundarveitingar

Hafið samband við meetings@icehotels.is og í síma 444 4700 fyrir nánari upplýsingar og bókanir.

Vinsamlega athugið að Slippbíó er eina fundarrýmið sem er fullkomlega hljóðeinangrað

 

 

Flugleiðahótel ehf.

Icelandair hótel Reykjavík Marina
Mýrargata 2
101 Reykjavík

Bókunarsími: +354 444 4000
Beinn sími: +354 560 8000
marina(hjá)icehotels.is

Fáðu meira