Ráðstefnur og fundir á Icelandair hótel Reykjavík Marina
Slippbíó
Okkar vinsæla Slippbíó rúmar 26 manns í sæti og nýtist vel sem fyrirlestrar- og kynningarsalur jafnt sem bíósalur. Innfalið er skjár og skjávarpi og fullbúið hljóðkerfi sem þú tengir auðveldlega við þitt tæki.
- Fundarsæti fyrir 26 manns
- Leiga fyrir hálfan dag kr. 39.500,-
- Leiga fyrir heilan dag kr. 53.500,-
- Fjölbreytt veitingaþjónusta sem við sníðum að þörfum þínum
Living Room
Notalegt fundarrými staðsett í vesturenda hússins ásamt Kaffislipp. Rýmið tekur allt að 20 manns í hefðbundin fundarsæti en hentar einnig vel fyrir standandi boð. Aðgangur að flatskjá sem hægt er að tengja við tækið þitt.
- Fundarsæti fyrir 20 manns
- Hanastél fyrir 30 manns
- Leiga fyrir hálfan dag kr. 39.500,-
- Leiga fyrir hálfan dag kr. 53.500,-
Community Table
Langt og stæðilegt viðarborð sem tekur 24 manns í fundarsæti. Rýmið er staðsett á veitingahúsinu Slippbarinn og hentar einstaklega vel fyrir einkasamkvæmi, fundi og viðburði. Hægt er að loka rýminu með glerrennihurðum og tjöldum sem veita gott næði. Community Table er búið flatskjá sem hægt er að tengja við tækið þitt.
- Fundarsæti fyrir 24 manns
- Leiga fyrir hálfan dag kr. 39.500,-
- Leiga fyrir heilan dag kr. 53.500.-
Lounge
Óhefðbundin fundaraðstaða sem skapar stemningu og veitir innblástur. Hægt er að velja hvort herbergið er hólfað af eða hvort flæði sé á milli tveggja rýma með því að snúa bókahilluvegg. Í rýminu er flatskjár sem hægt er að tengja fyrir fundi og kynningar.
Lounge aðstaðan er tilvalin fyrir fordrykki, hanastélsboð og hvers kyns móttökur með léttum veitingum.
- Fundarsæti fyrir 8 manns
- Hanastél fyrir 70 manns
- Leiga fyrir hálfan dag kr. 60.500,-
- Leiga fyrir heilan dag kr. 99.500,-
Fundarveitingar
Listi yfir fundarveitingar (PDF) - smelltu hér
Listi yfir drykkjarveitingar (PDF) - smelltu hér
Hafið samband við meetings@icehotels.is og í síma 444 4700 fyrir nánari upplýsingar og bókanir.
Vinsamlega athugið að Slippbíó er eina fundarrýmið sem er fullkomlega hljóðeinangrað