Icelandair hótel bjóða upp á átta glæsileg hótel, sex þeirra víðs vegar um landið og tvö í hjarta Reykjavíkur. Við erum ein stór fjölskylda. Við nýtum sameiginlegan styrk okkar og útbreiðslu um leið og hvert og eitt okkar fær að njóta sín til fulls.

Við leggjum okkur ávallt fram um að bjóða fyrsta flokks aðstöðu og framúrskarandi þjónustu á öllum okkar hótelum.

Að auki reka Icelandair hótel Eddu sumarhótelin, Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík Marina Residence og Canopy Reykjavík City Centre.

1 2 3 4 5 7 8 10
Booknow
Booking
Bóka Núna

Marina svítan

Marina svítan er öll hin glæsilegasta. Hún er staðsett á 3.hæð og er 66,7m2. Útsýnið er stórkostlegt úr báðum svítunum yfir sjóinn í átt að Faxaflóa og Esjunni einnig er útsýni yfir miðbæinn, Hörpu og yfir Vesturbæinn, jafnvel á meðan þú liggur í baði. Svítan er fallega innréttuð og mikið lagt í skemmtilega hönnun. Hægt er að stækka svítuna með því að fá samliggjandi herbergi. Gestir eru velkomnir í „Social Hour“ með drykkjum og léttum veitingum, sér að kostnaðarlausu. 

Aðbúnaður:

  • King size rúm
  • Sími
  • Flatskjár
  • Frí nettenging
  • Hárþurrka
  • Ketill, te og kaffi 
  • Setustofa
  • Öryggishólf
  • Social Hour - Léttar veitingar
  • Morgunverður innfalinn í verði

Samstarf Icelandair Hotels og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar
Fast hlutfall af hverri gistinótt á Marina svítunni rennur til Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og styrkja því gestir svítunnar þetta gjöfula starf samtakanna. Svítan er tileinkuð baráttunni við hafið og sérstaklega sjóbjörgunarstarfi Slysavarnarfélagsins á togaranum Cap Fagnet við Grindavík árið 1931 þar sem 38 skipsbrotsmönnum var bjargað úr bráðri lífshættu. 


Flugleiðahótel ehf.

Icelandair hótel Reykjavík Marina
Mýrargata 2
101 Reykjavík

Bókunarsími: +354 444 4000
Beinn sími: +354 560 8000
marina(hjá)icehotels.is

Fáðu meira